Flimtan og fáryrði

Jólaþáttur IV: Jólatré í janúar

December 23, 2023 Gunnlaugur Bjarnason and Ármann Jakobsson Season 3 Episode 50
Flimtan og fáryrði
Jólaþáttur IV: Jólatré í janúar
Show Notes

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum. Meðal annars sem ber á góma er hvort tekist sé á um Íslendingasögurnar á ríkisstjórnarfundum, dálæti Katrínar á bókaflokknum Landið þitt Ísland, rútuferðir íslenskunema á öldinni sem leið, Hallgerðargata í Reykjavík, Italo Calvino, tvíburar í fornsögum, hið horfna flugfélag Arnarflug og glæpasögur Ólafs við Faxafen. En hver er uppáhaldspersóna Katrínar í Íslendingasögunum? Er Laxdæla saga einföld? Eru þeir yngri lítilfjörlegri? Voru allir vitnandi í Þórólf Kveld-Úlfsson á alþingi árið 1939? Er Gísla saga Súrssonar glæpasaga? Hver heldur með West Bromwich Albion? Hvern drap Eyjólfur í bankanum og hvernig var kvikmyndin The Room fjármögnuð?