Í Leikmannamálum að þessu sinni var miðherji Hauka, Lovísa Björt Henningsdóttir. Hún ræðir hvað fjölskyldan hennar ræðir við kvöldmatarborðið, hvernig árin hennar í Bandaríkjunum voru og seinasta leik gegn Val. Lovísa hefur sterkar skoðanir á landsliðum Íslands og telur að bæði lið geti gert betur og segir hvað henni finnst að vanti í íslensku afreksmennskuna. Liðsfélagar hennar í Haukum bera á góma sem og þjálfari hennar og hún ber saman NCAA og Dominosdeildina. Að lokum metur hún hvort að hún eða Hilmar Smári, bróðir hennar, sé betri í körfubolta.