Aukasendingin velur karla og kvennalandslið Íslands
Karfan
Karfan
Aukasendingin velur karla og kvennalandslið Íslands
Oct 28, 2020 Season 4 Episode 30
Karfan.is

Aukasendingin kom saman og fór yfir fréttir vikunnar. Þjálfaraskipti Þórs Akureyri, einstakan árangur íslenskra leikmanna á meginlandinu og margt fleira.

Þá er farið yfir þau verkefni sem íslensku landsliðin eru að fara í í nóvember, þar sem að kvennalandsliðið er að fara til Grikklands og karlarnir til Slóvakíu.

Þá er skipst á að velja 15 leikmenn í bæði kvenna og karlalandsliðið, þar sem að bæði er til umræðu hvaða leikmenn séu líklegir til þess að vera valdir, sem og fer dágóður tími í að ræða hvaða leikmenn séu næstir inn í báðum liðum.

Þættinum stjórnar Davíð Eldur, honum til halds og trausts er góðvinur þáttarins Bryndís Gunnlaugsdóttir og í fyrsta skiptið sem gestur er mættur Ísak Máni Wium, þjálfari fyrstu deildar kvennaliðs ÍR.

Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Dagskrá:

01:20 - Létt hjal, fréttir vikunnar og atvinnumenn á meginlandinu

33:30 - Val á kvennalandsliði Íslands

01:01:30 - Val á karlalandsliði Íslands