Á toppnum um jólin: Úr þátttakendum í sigurvegara

Karfan

Karfan
Á toppnum um jólin: Úr þátttakendum í sigurvegara
Dec 30, 2017 Season 1 Episode 2
Karfan.is / Darri Freyr Atlason

Jólunum fylgja yfirleitt gleði en gleðin er þó væntanlega meiri hjá þeim liðum sem eru í efstu sætum deildanna. Darri Freyr Atlason er einn af þeim sem geta verið ansi sáttir við sína stöðu um hátíðarnar. Þessi 23. ára gamli þjálfari tók við meistaraflokki Vals í Dominos deildinni fyrir tímabilið.

Hann var ekki lengi að stimpla sig rækilega inní Dominos deildina því hann situr á toppnum með lið sitt eftir fjórtán umferðir en liðið hefur einungis tapað þremur leikjum í deildinni. Valur er með fjögurra stiga forystu á toppnum en það er jafnkalt á toppnum og þennan desemberdag.Darri Freyr Atlason er gestur Podcast Karfan.is þessa vikuna þar sem hann ræðir leikmannaferilinn, Damon Johnson sem kveikti körfuboltaáhugann, þjálfunina og tímabilið hjá Val.

Umsjón : Ólafur Þór Jónsson

1:00 - Byrjum á byrjuninni

5:15 - Körfuboltamenningin í KR

7:40 - Leikmannaferlinum lýkur

9:15 - Tvítugur þjálfari meistaraflokks KR

15:15 - „Úr áhorfendum í sigurvegara“ - Darri tekur við Val

22:45 - Klisja af ástæðu - Tímabilið hingað til

38:20 - Skipt um erlendan leikmann

41:50 - Fyrirmyndirnar og framtíðin