Systkinin með flauturnar

Karfan

Karfan
Systkinin með flauturnar
Jan 08, 2018 Season 1 Episode 3
Karfan.is
Flestir körfuboltaunnendur á Íslandi kannast við að hafa skoðun á hinum eða þessum dómum í leikjum og telja sig eflaust geta staðið sig betur en margir dómarar á Íslandi. Því fer þó fjarri að þetta sé auðvelt starf og ljóst að mikla ástríðu þarf til að verða meðal fremstu og þekktustu dómara á Íslandi. Stuttu eftir áramót ræddi Karfan.is við þau Davíð Tómas Tómasson og Georgíu Olgu Kristiansen og reyndi að kafa ofan í störf þeirra. Það vita það kannski ekki allir, en þau eru systkini og hafa dæmt í rúman áratug á Íslandi (með hléum hér og þar). Við ræddum um dómarastarfið, erfiða dóma, samskipti við þjálfara og leikmenn og framtíðarhorfur dómarastéttarinnar á Íslandi ásamt öðru.Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson0:00:00 - Kynning0:00:45 - Hvar körfuboltaáhuginn byrjaði0:11:40 - Hvenær færslan varð úr leikmanni yfir í dómara0:19:30 - Munurinn á að dæma karla- og kvennakörfubolta gegnum árin0:30:25 - Hlutverk og samskipti dómara við leikmenn og þjálfara0:40:05 - Símenntun dómara utan leiksins0:48:10 - Samstarf (og samkeppni) við aðra dómara0:55:00 - Minnisstætt atvik í dómgæslu hjá Davíð0:59:00 - Reglukunnátta leikmanna og annarra1:03:00 - Nýja óíþróttamannslega villan og túlkun hennar1:10:00 - Nýja skrefareglan og túlkun hennar1:16:50 - Vinnuálag dómara (hvað eru þau að dæma mikið)1:21:35 - Lífið og dómgæslan (og árekstrar þar á milli)1:25:50 - Klíkuskapur dómara? Er það til?1:30:00 - Reynsla dómara hérlendis og erlendis1:33:20 - Hvernig má fjölga dómurum á Íslandi?1:36:15 - Stærsta nafnið sem Davíð hefur dæmt leik hjá1:38:45 - Ráð til verðandi dómara