
Þvottahúsið
Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.
Alkastið er örverpi Þvottahússins.
Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi.
Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.
Þvottahúsið
Hafsteinn Ægir elskar að hjóla
Nýjast gestur þeirra Arnórs og Gunnars í Alkastinu er Hafsteinn Ægir Geirsson. Hafsteinn hefur um margra árabil verið einn af fremstu hjólreiðaköppum Íslands þar sem ferilsskrá hans samanstendur af fjölmörgum íslandmeistaratitlum í ólíkum greinum hjólreiða; götuhjólreiðum, fjallahjólum og malarhjólum (gravel) svo eitthvað sé nefnt.