
Þvottahúsið
Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.
Alkastið er örverpi Þvottahússins.
Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi.
Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.
Þvottahúsið
Ívar á gröfunni er ekki vóg þrátt fyrir mikla árvekni
Nýjasti gesturinn í Alkast Þvottahússins er engin annar en Ívar Pétur Hannesson, aka Dj Ívar eða Ívar á gröfunni.
Ívar hefur komið víða við og rak meðal annars hin vinsæla og umdeilda næturklúbb Diablo hér í kringum aldarmótin. Ívar var virkur plötusnúður hér á árum áður og spilaði að eigin sögn frekar svona comercial danstónlist og í því samhengi segir hann á þeim tíma fundið fyrir talsverðum fordómum af hálfu þeirra plötusnúða sem þóttu meira töff og vinsælir.
Plötusnúðabransinn vatt upp á sig og má segja að með lokum Diablo klúbbsins hafi Ívar fundið sinn botn hvað varðar drykkju og fíkniefnaneyslu. Fljótlega eftir að klúbburinn lokaði var hann komin á hálan ís í neyslu og farin að stunda vafasöm viðskipti sem leiddu til þess að hann var handtekin og dæmdur til fangelsisvistar. Hann fór þó í meðferð áður en hann hóf afplánun sem fór fram á Litla hrauni og svo Kvíarbryggju. Eftir að Ívar kom út úr fangelsi hefur hann haldið sér á beinu brautinni og getur státað sig af rúmlega 20 ára edrúmennsku.
Í viðtalinu var farið á hluti sem snerta pólitískan réttrúnað því Ívar hefur þótt frekar liðtækur í komenntakerfum samfélagsmiðla og þá einna helst í málum sem snúa að hinsegin fólki, hælileitendum og almennri skilgreiningu á hugtökum sem snúa að karlmennsku.