Þvottahúsið

Ívar Örn, aka, Dr Mister hefur fundið Jesús

Boxing David - Cliff W - Nóri Breiðholt

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er Ívar Örn Katrínarson sem gekk einnig undir listamannsnafninu Dr. Mister í dúetnum Dr. Mister & Mr. Handsome hér um árið. 

Ívar hefur vakið talsverða eftirtekt síðustu mánuði fyrir útgáfu bókar, Ég ætla að djamma  þar til ég drepst, þar sem hann fer yfir söguna sína í heljargreipum fíkniefna, glæpa og ofbeldis. Eftir að hafa framið rán í 10/11 og útfært misheppnaða handrukkun þar sem hann skaut á útidyrahurð þess sem skuldaði honum peninga með haglabyssu var hann dæmdur í 2 ára fangelsi.