
Þvottahúsið
Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.
Alkastið er örverpi Þvottahússins.
Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi.
Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.
Þvottahúsið
UFO’ið heldur áfram
Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins settust þeir niður álhattarnir Gunnar Dan Wiium og Arnór Jónsson í framhaldi af hinum stóra UFO þætti sem kom út í síðustu viku.
Í kjölfar síðasta þáttar sem 2% þjóðarinnar hlustuðu og horfðu á höfðu margir samband við þáttastjórnendur Alkasts Þvottahússins með frásagnir og teikningar sem lýsa allskonar undarlegu. Engin þessara einstaklinga sagðist vera klár til að koma fram undir nafni en strákunum væri frjálst að deila sögunum. Ein sagan þótti afar athyglisverð en kona ein hafði samband og er frásögn hennar hér fyrir neðan í fullri lengd ásamt mynd sem hún málaði af flygildinu sem hún sá.