Þvottahúsið

Birkir Fjalar rokkar á vinstrinu

Boxing David - Cliff W - Nóri Breiðholt

Í nýjasta þætti Alkasts Þvottahússins er engin annar en metalhausinn, veganinn, feministinn, samgönguhjólarinn og faðirinn Birkir Fjalar Viðarson. 

Birkir er og hefur alltaf verið mikil áhugamaður um rokktónlist og segir hann í viðtalinu að rokkið hafi í raun haldið honum á jörðinni í gegnum hina ýmsu öldudali sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann heldur sjálfur út útvarps- og hlaðvarpsþætti sem heita Stokkið í eldinn þar sem þungarokkið er rætt og skilgreint niður minnstu eindir. 

Birkir er mikill eldmóðsmaður og tekur hlutverk sín og skyldur mjög alvarlega og kemur það best fram í hlutverki hans sem faðir þriggja barna. Hann segir það svo mikið verkefni fyrir sig að mynda þessi nauðsynlegu tengsl við börnin sín og gefa sig algjörlega í því ferli. Hann vill meina að allt annað falli á undan tíma og samneyti með börnunum sínum og gerir sér grein fyrir að ef ekki er haldið rétt á spilinum í þessum málum geti maður sitið uppi með sárt ennið þjakaður af skömm og sektarkennd.