Þvottahúsið

Galactic Federation og gúrúrar með fjarstýrða USB buttplugs

Boxing David - Cliff W - Nóri Breiðholt

Í þessum þætti fóru strákarnir yfir kenningar um Galactic Federation og Schumann Resonans. 

Enn ein af áhugaverðustu kenningunum sem tengjast UFO og geimverum eru hugmyndir um Galactic Federation, eða bandalag vetrarbrautarinnar, sem samanstendur af verum frá mörgum mismunandi plánetum og vetrarbrautum. 

Kenningin um þessi bandalög hefur verið viðurkennd af ákveðnum hópum innan andlegra og vísindalegra samfélaga, þar sem hún varpar ljósi á möguleg tengsl okkar við geimverur og hið óþekkta. Megináherslan á þessum kenningum er að Galactic Federation, sé “alþjóðlegt” bandalag sem sér um að fylgjast með og vernda þróun jarðar og lífverur hennar,  stuðla að friði, samvinnu og allt í nafni stöðugrar þróunar alheimsins. 

Gunnar vill meina að þetta bandalag sé í tengslum við þróun okkar sem tegund, og það hafi mikil áhrif á þróun okkar á jörðinni í gegnum háþróuð og vísindarleg verkefni, sem jafnvel snúa að því að hækkun á tíðni mannlegrar meðvitundar.

Hvað það varðar þá er talið að menn séu nú að ganga í gegnum ákveðna þróun sem er tengd við hækkun á orkutíðni – sem í raun tengist Schumann resonans.

Schumann resonans vísar til náttúrulegra hljóðbylgna sem myndast í lofthjúp jarðarinnar. Gunnar segir þessa tíðni venjulega í kringum 7,83 Hz, sem hefur verið talin náttúrulegur „hjartsláttur“ plánetunnar. Þessar bylgjur hafa mikil áhrif á lífverur jarðarinnar, sérstaklega menn, þar á meðal gríðarleg áhrif á heilastarfsemi okkar og almennt líkamlega heilsu.