Þvottahúsið

Sálnaflakk og UFO með Gísla Guðmunds

Boxing David - Cliff W - Nóri Breiðholt

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er tölvunarfræðingurinn Gísli Guðmundsson. 

Gísli sem einnig situr í stjórn Sálarrannsóknarfélagsins hefur áhugaverða sögu að segja hvað varðar andleg ferðalög og sýnir tengt UFO. Frá því að hann var drengur hefur hann haft aðgengi að veru eða innri rödd sem gefur honum leiðbeiningar um hvernig hann skuli haga lífi sínu. Svolítið svipað og skrifað var um í bókaflokknum  “Samræður við Guð” sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum síðan. 

Þar að auki sagði Gísli einnig um að frá því hann var ungur hefur hann lent í því sem hann kallar sálnaflakk. Sálnaflakk segir Gísli vera er sálin í einföldu máli fari úr líkamanum og öðlist getu til að fara nánast hvert sem er, hvort sem sé um á aðra staði í hans nærumhverfi eða hreinlega flakki á milli sólkerfa og heimsæki aðra menningarheima eins og hann lísti vel í viðtalinu.