Þvottahúsið

Jósa Goodlife; Femina og masculus stinga saman nefjum

Boxing David - Cliff W - Nóri Breiðholt

Nýjasti gestur Þvottahússins er Jósa Goodlife sem er íslenskur orkuheilari búsett í Kaliforníu BNA. Jósa sem Gunnar kynntist fyrir um 20 árum síðan þegar þau bæði voru búsett í Kaupmannahöfn hefur fengið að ganga í gegnum eld og brennistein og mætt öllu því mótvægi sem lífið hefur boðið henni upp á með opnu hjarta. Þessi eiginleiki hennar hvað varðar opið hjarta og skýra úrvinnslu hefur komið henni á þann stað í dag þar sem hún virðist vera orðin að alkemista eða gullgerðarkonu með vald yfir beislun orku.