
Þvottahúsið
Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.
Alkastið er örverpi Þvottahússins.
Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi.
Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.
Þvottahúsið
Flosi Þorgeirs og tómið
Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er engin annar en sagnfræðingurinn og refsari strengjanna Flosi Þorgeirsson.
Flosi hefur í áratugi verið gítarleikari einnar vinsælustu rokkhljómsveitar Íslands, HAM. Þar að auki er hann annar tveggja þáttastjórnenda í einu af vinsælustu hlaðvörðum landsins, Draugum fortíðar.