Heitt á könnunni með Ása

#34 - Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkels

February 09, 2023 Ási Season 1 Episode 34
#34 - Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkels
Heitt á könnunni með Ása
More Info
Heitt á könnunni með Ása
#34 - Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkels
Feb 09, 2023 Season 1 Episode 34
Ási

Hlaðvarpsstjörnurnar, athafnakonurnar, fyrrum fjölmiðlakonurnar og vinkonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall nú á dögunum.
Nadine og Þórhildur byrjuðu báðar ungar í fjölmiðlum og urðu fljótt þekktar fyrir einstaklega vandaðann flutning á fréttaefni tengt mannlegu hliðinni og má sem dæmi nefna að þær hafa báðar unnið til verðlauna, Nadine fyrir rannsóknarblaðamennsku og Þórhildur blaðamannaverðlaunin sama árið. Ásamt fréttamennskunni létu þær einnig mikið af sér kveða í dagskrárgerð og stjórnaði Nadine meðal annars Kompás á stöð tvö og Þórhildur var einn af þremur stjórnendum þáttana Bresta sem sýndir voru einnig á stöð 2.
Þær hafa þó báðar lagt blaðamennskuna á hilluna og starfar Nadine nú sem samskiptastjóri Play og Þórhildur sem kynningarfulltrúi Bandalags háskólamanna. Þær svala þó blaðamennsku þorstanum í einstaklega vönduðum og áhugaverðum hlaðvarpsþáttum, Eftirmál, sem hafa slegið í gegn á undanförnum misserum.
Í þættinum ræddum við meðal annars um lífstílinn sem blaðamennskan er, ákvörðunina um að hætta, podcastið Eftirmál, vináttuna og margt fleira og svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.

Þátturinn er í boði:

Smitten - https://smittendating.com/

Show Notes

Hlaðvarpsstjörnurnar, athafnakonurnar, fyrrum fjölmiðlakonurnar og vinkonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall nú á dögunum.
Nadine og Þórhildur byrjuðu báðar ungar í fjölmiðlum og urðu fljótt þekktar fyrir einstaklega vandaðann flutning á fréttaefni tengt mannlegu hliðinni og má sem dæmi nefna að þær hafa báðar unnið til verðlauna, Nadine fyrir rannsóknarblaðamennsku og Þórhildur blaðamannaverðlaunin sama árið. Ásamt fréttamennskunni létu þær einnig mikið af sér kveða í dagskrárgerð og stjórnaði Nadine meðal annars Kompás á stöð tvö og Þórhildur var einn af þremur stjórnendum þáttana Bresta sem sýndir voru einnig á stöð 2.
Þær hafa þó báðar lagt blaðamennskuna á hilluna og starfar Nadine nú sem samskiptastjóri Play og Þórhildur sem kynningarfulltrúi Bandalags háskólamanna. Þær svala þó blaðamennsku þorstanum í einstaklega vönduðum og áhugaverðum hlaðvarpsþáttum, Eftirmál, sem hafa slegið í gegn á undanförnum misserum.
Í þættinum ræddum við meðal annars um lífstílinn sem blaðamennskan er, ákvörðunina um að hætta, podcastið Eftirmál, vináttuna og margt fleira og svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.

Þátturinn er í boði:

Smitten - https://smittendating.com/