Heitt á könnunni með Ása

#38 - Örn Árna & Pálmi Gests

March 09, 2023 Ási Season 1 Episode 38
#38 - Örn Árna & Pálmi Gests
Heitt á könnunni með Ása
More Info
Heitt á könnunni með Ása
#38 - Örn Árna & Pálmi Gests
Mar 09, 2023 Season 1 Episode 38
Ási

Stórleikararnir, spaugstofubræðurnir og vinirnir Örn Árnason og Pálmi Gestsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall yfir kaffibolla og með því.
Örn hefur verið áberandi í leiklistar og skemmtanaiðnaði Íslands frá því 1982 þegar hann útskrifaðist úr leiklistaskólanum. Lengst af hefur hann starfað við Þjóðleikhúsið en svo var hann á sínum tíma fastagestur heima í stofu allra barna sem Afi, ásamt því að hafa tekið að sér ýmis hlutverk í kvikmyndum.
Pálmi er líkt og Örn einn okkar allra ástsælasti leikari og hefur hann starfað við Þjóðleikhúsið síðan 1983. Pálmi hefur leikið fjölbreytt hlutverk bæði á sviði og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Þeir vinirnir kynntust fyrst þegar þeir hófu nám í leiklist en voru þeir bekkjabræður og hafa fylgst að nánast allar götur síðan. En fyrir utan það að hafa unnið saman við Þjóðleikhúsið í 40 ár unnu þeir einnig saman í 30 ár að gerð Spaugstofunar sem allir íslendingar sátu límdir við á hverju laugardagskvöldi.
Í þættinum ræddum við meðal annars leikhúslífið, upphafið á Spaugstofunni, kærumálin, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.


Þátturinn er í boði:

Smitten - https://smittendating.com/

Show Notes

Stórleikararnir, spaugstofubræðurnir og vinirnir Örn Árnason og Pálmi Gestsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall yfir kaffibolla og með því.
Örn hefur verið áberandi í leiklistar og skemmtanaiðnaði Íslands frá því 1982 þegar hann útskrifaðist úr leiklistaskólanum. Lengst af hefur hann starfað við Þjóðleikhúsið en svo var hann á sínum tíma fastagestur heima í stofu allra barna sem Afi, ásamt því að hafa tekið að sér ýmis hlutverk í kvikmyndum.
Pálmi er líkt og Örn einn okkar allra ástsælasti leikari og hefur hann starfað við Þjóðleikhúsið síðan 1983. Pálmi hefur leikið fjölbreytt hlutverk bæði á sviði og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Þeir vinirnir kynntust fyrst þegar þeir hófu nám í leiklist en voru þeir bekkjabræður og hafa fylgst að nánast allar götur síðan. En fyrir utan það að hafa unnið saman við Þjóðleikhúsið í 40 ár unnu þeir einnig saman í 30 ár að gerð Spaugstofunar sem allir íslendingar sátu límdir við á hverju laugardagskvöldi.
Í þættinum ræddum við meðal annars leikhúslífið, upphafið á Spaugstofunni, kærumálin, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.


Þátturinn er í boði:

Smitten - https://smittendating.com/