Heitt á könnunni með Ása

#42 - Óli Gunnar & Arnór

April 13, 2023 Ási Season 1 Episode 42
#42 - Óli Gunnar & Arnór
Heitt á könnunni með Ása
More Info
Heitt á könnunni með Ása
#42 - Óli Gunnar & Arnór
Apr 13, 2023 Season 1 Episode 42
Ási

Leikararnir, rithöfundarnir, samstarfsfélagarnir, vinirnir og frændurnir Óli Gunnar Gunnarsson og  Arnór Björnsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni. 
Óli og Arnór hafa verið miklir vinir allt frá því þeir muna eftir sér og voru þeir ungir farnir að láta af sér kveða í leiklistar heiminum en voru þeir aðeins níu ára þegar þeir stigu fyrst á svið í Fúsa froskagleypi í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Nokkrum árum síðar eða aðeins 13 og 14 ára skrifuðu þeir saman sitt fyrsta leikrit, Unglingurinn, sem þeir léku einnig báðir í og sýnt var í Gaflaraleikhúsinu. En hafa þeir síðan þá skrifað og leikið í nokkrum leikritum ásamt því að skrifa bókina Stefán rís.
Þessa dagana eru þeir báðir útskrifaðir leikarar og hafa undanfarin tvö ár skrifað Stundina okkar og eru fleiri spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Í þættinum ræddum við um leiklistina og hvar þetta allt byrjaði, hvernig það var að gerast rithöfundar 13 og 14 ára, ferðalög þeirra saman um heiminn með sýninguna sína, vináttuna og margt fleira, svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.

Þátturinn er í boði:

Smitten - https://smittendating.com/

Show Notes

Leikararnir, rithöfundarnir, samstarfsfélagarnir, vinirnir og frændurnir Óli Gunnar Gunnarsson og  Arnór Björnsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni. 
Óli og Arnór hafa verið miklir vinir allt frá því þeir muna eftir sér og voru þeir ungir farnir að láta af sér kveða í leiklistar heiminum en voru þeir aðeins níu ára þegar þeir stigu fyrst á svið í Fúsa froskagleypi í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Nokkrum árum síðar eða aðeins 13 og 14 ára skrifuðu þeir saman sitt fyrsta leikrit, Unglingurinn, sem þeir léku einnig báðir í og sýnt var í Gaflaraleikhúsinu. En hafa þeir síðan þá skrifað og leikið í nokkrum leikritum ásamt því að skrifa bókina Stefán rís.
Þessa dagana eru þeir báðir útskrifaðir leikarar og hafa undanfarin tvö ár skrifað Stundina okkar og eru fleiri spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Í þættinum ræddum við um leiklistina og hvar þetta allt byrjaði, hvernig það var að gerast rithöfundar 13 og 14 ára, ferðalög þeirra saman um heiminn með sýninguna sína, vináttuna og margt fleira, svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.

Þátturinn er í boði:

Smitten - https://smittendating.com/