Heitt á könnunni með Ása

#49 - Elín Hall & Reynir Snær

June 09, 2023 Ási Season 1 Episode 49
#49 - Elín Hall & Reynir Snær
Heitt á könnunni með Ása
More Info
Heitt á könnunni með Ása
#49 - Elín Hall & Reynir Snær
Jun 09, 2023 Season 1 Episode 49
Ási

Tónlistarfólkið og vinirnir Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon mættu til mín í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall um tónlistina og lífið yfir rjúkandi heitum kaffibolla.
Elín er nýútskrifuð leikkona og getur fólk séð hana á leika listir sínar í borgarleikhúsinu í sýningunni 9 líf. Ásamt leiklistinni er Elín frábær tónlistarkona en hefur hún gefið út mörg lög og er eitt hennar vinsælasta lag lagið vinir sem fengið hefur að hljóma á útvarpsstöðum undanfarið.
Reynir er gítarséní og er hann einn eftirsóttasti gítarleikari landsins í dag. En hann hefur meðal annars spilað á tónleikum hjá mörgu okkar þekktasta tónlistarfólki í dag. Ásamt spilamennskunni produserar hann líka lög hjá mörgu flottu tónlistarfólki.
Elín og Reynir eiga sér áhugaverða sögu en vinna þau mikið saman að músíkinni en voru þau um tíma par. Þau hafa þó eftir sambandsslitin haldið samvinnunni í músíkinni áfram og eru miklir vinir.
Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvar áhuginn á henni kviknaði, hvernig það er að vinna svona náið með sínum fyrrverandi maka, uppvaxtarárin, vináttuna og virðinguna. Svo prufaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.


Show Notes

Tónlistarfólkið og vinirnir Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon mættu til mín í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall um tónlistina og lífið yfir rjúkandi heitum kaffibolla.
Elín er nýútskrifuð leikkona og getur fólk séð hana á leika listir sínar í borgarleikhúsinu í sýningunni 9 líf. Ásamt leiklistinni er Elín frábær tónlistarkona en hefur hún gefið út mörg lög og er eitt hennar vinsælasta lag lagið vinir sem fengið hefur að hljóma á útvarpsstöðum undanfarið.
Reynir er gítarséní og er hann einn eftirsóttasti gítarleikari landsins í dag. En hann hefur meðal annars spilað á tónleikum hjá mörgu okkar þekktasta tónlistarfólki í dag. Ásamt spilamennskunni produserar hann líka lög hjá mörgu flottu tónlistarfólki.
Elín og Reynir eiga sér áhugaverða sögu en vinna þau mikið saman að músíkinni en voru þau um tíma par. Þau hafa þó eftir sambandsslitin haldið samvinnunni í músíkinni áfram og eru miklir vinir.
Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvar áhuginn á henni kviknaði, hvernig það er að vinna svona náið með sínum fyrrverandi maka, uppvaxtarárin, vináttuna og virðinguna. Svo prufaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.