Gagnarök

Listin við að búa til auglýsingar & kvikmyndir | Rúnar Ingi Einarsson, stofnandi, kvikmynda- & auglýsingaleikstjóri og framleiðandi hjá Norður

August 31, 2023 Season 1 Episode 21
Listin við að búa til auglýsingar & kvikmyndir | Rúnar Ingi Einarsson, stofnandi, kvikmynda- & auglýsingaleikstjóri og framleiðandi hjá Norður
Gagnarök
More Info
Gagnarök
Listin við að búa til auglýsingar & kvikmyndir | Rúnar Ingi Einarsson, stofnandi, kvikmynda- & auglýsingaleikstjóri og framleiðandi hjá Norður
Aug 31, 2023 Season 1 Episode 21

Gestur þáttarins er kvikmynda- og auglýsingaleikstjórinn og framleiðandinn Rúnar Ingi Einarsson sem hlotið hefur verðskuldaða athygli fyrir þátttöku sína í stuttmyndinni Fár sem hlaut nýlega sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Rúnar Ingi hefur lengi verið talinn meðal þeirra allra bestu í bransanum og á mörg spennandi verkefni undir beltinu svo sem leikstjórn á auglýsingum fyrir alþjóðlegu fyrirtækin Volvo, Land Rover, Samsung, O2 og Nike svo dæmi séu nefnd. 

Hann leikstýrði jafnframt stiklu fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones og hefur ferðast um allar heim fyrir verkefni.

Rúnar Ingi er menntaður með BA í lögfræði en fann snemma að áhuginn og ástríðan lá í kvikmynda- og auglýsingagerð. Hann byrjaði sinn feril sem ungur Steven Spielberg sem fékki vini sína í hverfinu til að leika í stuttmyndum. 

Síðan þá hefur hann komið víða við og unnið sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækjum eins og New Land í Svíþjóð, Markenfilm í Þýskalandi, Caviar í Bandaríkjunum og Pegasus á Íslandi áður en hann stofnaði sjálfur framleiðslufyrirtækið Norður, þar sem hann stýrir skipinu í dag.

Við settumst niður með Rúnari og ræddum:

  • Hvað er svona spennandi við auglýsinga- og kvikmyndagerð?
  • Hvert er ferlið við að búa til góða auglýsingu?
  • Hvað einkennir góða auglýsingu?
  • Hverjar eru bestu auglýsingar allra tíma?
  • Hver eru góð ráð fyrir unga og upprennandi leikstjóra?
  • Hvernig var að nudda olnbogum saman með stjörnurnar á Cannes?


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing

Show Notes

Gestur þáttarins er kvikmynda- og auglýsingaleikstjórinn og framleiðandinn Rúnar Ingi Einarsson sem hlotið hefur verðskuldaða athygli fyrir þátttöku sína í stuttmyndinni Fár sem hlaut nýlega sérstaka viðurkenningu á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Rúnar Ingi hefur lengi verið talinn meðal þeirra allra bestu í bransanum og á mörg spennandi verkefni undir beltinu svo sem leikstjórn á auglýsingum fyrir alþjóðlegu fyrirtækin Volvo, Land Rover, Samsung, O2 og Nike svo dæmi séu nefnd. 

Hann leikstýrði jafnframt stiklu fyrir sjónvarpsþættina Game of Thrones og hefur ferðast um allar heim fyrir verkefni.

Rúnar Ingi er menntaður með BA í lögfræði en fann snemma að áhuginn og ástríðan lá í kvikmynda- og auglýsingagerð. Hann byrjaði sinn feril sem ungur Steven Spielberg sem fékki vini sína í hverfinu til að leika í stuttmyndum. 

Síðan þá hefur hann komið víða við og unnið sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækjum eins og New Land í Svíþjóð, Markenfilm í Þýskalandi, Caviar í Bandaríkjunum og Pegasus á Íslandi áður en hann stofnaði sjálfur framleiðslufyrirtækið Norður, þar sem hann stýrir skipinu í dag.

Við settumst niður með Rúnari og ræddum:

  • Hvað er svona spennandi við auglýsinga- og kvikmyndagerð?
  • Hvert er ferlið við að búa til góða auglýsingu?
  • Hvað einkennir góða auglýsingu?
  • Hverjar eru bestu auglýsingar allra tíma?
  • Hver eru góð ráð fyrir unga og upprennandi leikstjóra?
  • Hvernig var að nudda olnbogum saman með stjörnurnar á Cannes?


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing