Gagnarök

Allt það helsta frá B2B Leads ráðstefnunni - Hver voru key takeaways?

October 18, 2023 Season 1 Episode 25
Allt það helsta frá B2B Leads ráðstefnunni - Hver voru key takeaways?
Gagnarök
More Info
Gagnarök
Allt það helsta frá B2B Leads ráðstefnunni - Hver voru key takeaways?
Oct 18, 2023 Season 1 Episode 25

Hinn 28 september 2023 héldum við hjá Digido B2B ráðstefnuna LEADS. 

Ráðstefnan er ætluð fyrirtækjum á fyrirtækjamarkaði (B2B) og er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Ráðstefnan gekk vonum framar og komu saman yfir 220 manns og um 20 fyrirlesarar frá 7 löndum í hugmyndahúsinu Grósku í Vatnsmýrinni.  Mikið var lagt uppúr því að vera með sem mest current, fræðandi og hagnýta dagskrá og hefur endurgjöfin við ráðstefnunni verið stórkostleg.

Á ráðstefnunni voru innlendir sem erlendir fyrirlesarar frá fyrirtækjum á borð við Hubspot, Cognism, B2Linked, Marel, Gangverk, Meniga, 50 skills, Treble, Good Good og mörgum fleiri. Áhersla var lögð á raundæmi og gagnlegar ráðleggingar sem nýtast fyrirtækjum við dagleg störf.

Tilgangur ráðstefnunnar er að hjálpa þessum fyrirtækjum, hvort sem þau eru rótgróin eða í frumkvöðlastarfsemi, að ná meiri árangri í markaðs- og sölustarfi með því að nýta nýjustu aðferðir í stefnumótun, efnisgerð, herferðum, mælingum og nýjustu tækin og tólin. 

Það er gríðarlega mikið af spennandi B2B nýsköpunarfyrirtækjum og hugviti að krauma á Íslandi í dag með mikil tækifæri til að vaxa út fyrir landsteinana. Mörg þessara fyrirtækja smíða frábærar vörur en lenda á vegg þegar á að fara í útrás og vaxa erlendis.

Enn fremur er tilgangur ráðstefnunnar að leiða saman fyrirtæki á B2B fyrirtækjamarkaði og veita þeim vettvang til að bera saman bækur og læra af hvoru öðru svo íslenskar vörur og þjónusta megi vaxa, hérlendis sem og um heim allan.

Allar helstu upplýsingar má finna á: www.leads.is


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing

Show Notes

Hinn 28 september 2023 héldum við hjá Digido B2B ráðstefnuna LEADS. 

Ráðstefnan er ætluð fyrirtækjum á fyrirtækjamarkaði (B2B) og er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Ráðstefnan gekk vonum framar og komu saman yfir 220 manns og um 20 fyrirlesarar frá 7 löndum í hugmyndahúsinu Grósku í Vatnsmýrinni.  Mikið var lagt uppúr því að vera með sem mest current, fræðandi og hagnýta dagskrá og hefur endurgjöfin við ráðstefnunni verið stórkostleg.

Á ráðstefnunni voru innlendir sem erlendir fyrirlesarar frá fyrirtækjum á borð við Hubspot, Cognism, B2Linked, Marel, Gangverk, Meniga, 50 skills, Treble, Good Good og mörgum fleiri. Áhersla var lögð á raundæmi og gagnlegar ráðleggingar sem nýtast fyrirtækjum við dagleg störf.

Tilgangur ráðstefnunnar er að hjálpa þessum fyrirtækjum, hvort sem þau eru rótgróin eða í frumkvöðlastarfsemi, að ná meiri árangri í markaðs- og sölustarfi með því að nýta nýjustu aðferðir í stefnumótun, efnisgerð, herferðum, mælingum og nýjustu tækin og tólin. 

Það er gríðarlega mikið af spennandi B2B nýsköpunarfyrirtækjum og hugviti að krauma á Íslandi í dag með mikil tækifæri til að vaxa út fyrir landsteinana. Mörg þessara fyrirtækja smíða frábærar vörur en lenda á vegg þegar á að fara í útrás og vaxa erlendis.

Enn fremur er tilgangur ráðstefnunnar að leiða saman fyrirtæki á B2B fyrirtækjamarkaði og veita þeim vettvang til að bera saman bækur og læra af hvoru öðru svo íslenskar vörur og þjónusta megi vaxa, hérlendis sem og um heim allan.

Allar helstu upplýsingar má finna á: www.leads.is


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing