Gagnarök

5 heilræði til að auka sölutölur fyrir "Black Friday", "Cyber Monday" og "Singles Day"

November 01, 2023 Digido Season 1 Episode 27
5 heilræði til að auka sölutölur fyrir "Black Friday", "Cyber Monday" og "Singles Day"
Gagnarök
More Info
Gagnarök
5 heilræði til að auka sölutölur fyrir "Black Friday", "Cyber Monday" og "Singles Day"
Nov 01, 2023 Season 1 Episode 27
Digido

Í þessum þætti af Gagnarök fara Ómar og Arnar í gegnum 5 góð ráð til að hjálpa fyrirtækjum að undirbúa markaðsstarf og ná sem mestri sölu á afsláttadagana miklu, sem kallast á góðri íslensku: Dagur einhleypra,  Svartur föstudagur og Netmánudagur.

Dagarnir einkennast af því að fjölmargar verslanir bjóða uppá verulega afslætti og lengja opnunartíma sinn. Þeir marka upphaf jólasölu tímabilsins og fyrir mörg fyrirtæki eru þeir tekjuhæstu dagar ársins.

Dagarnir rekja uppruna sinna til Bandaríkjana og Kína en fjölmörg lönd hafa tekið upp þess hefð í seinni tíð, þar á meðal Ísland. Hefðin ruddi sér fyrst rúms á Íslandi árið 2013 þegar Húsgagnahöllin bauð uppá afslátt á Svörtum föstudegi.

Dagur einhleypra (11 nóvember)
Dagur einhleypra (e. Singles' Day) er verslunardagur sem upphaflega á rætur sínar að rekja til Kína og er haldinn þann 11. nóvember hvert ár. Dagurinn var upphaflega stofnaður sem mótmæli við Svartan föstudag og Cyber Monday í Vesturheimi. Dagurinn er nú einn stærsti verslunardagurinn í heiminum og mögulega sá stærsti. Árið 2022 nam heildarsala dagsins  $157 billion USD (21,833,990,000,000 ISK).

Nafnið "Singles' Day" vísar til þess, að dagsetningin 11/11 á að vera skýrskotun í að vera einsamall eða einsömul, og því hefur dagurinn notaður til að fagna því að vera ekki í sambandi.

Svartur föstudagur (24 nóvember)
Svartur föstudagur (e. Black Friday) er verslunardagur sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum og er oftast fyrsti verslunardagurinn eftir þakkargjörðardaginn, sem er haldinn á fjórða fimmtudeginum í nóvember á hvert. Árið 2022 nam heildarsala dagsins $65.3 Billion USD (9,082,577,000,000 ISK).

Nafnið "Svartur föstudagur" má líklega rekja til þess að þann dag breyttust bókhaldstölur verslana úr rauðum (neikvæðar) í svartar (jákvæðar).

Í Bandaríkjunum hafa ósjaldan brotist út slagsmál því að spennan og æsingurinn er svo mikill að ná þeim vörum sem verið er að sækjast eftir. Árið 2006 slösuðust 98 manns og 7 dauðsföll tengd þessum degi voru tilkynnt í Bandaríkjunum.

Netmánudagur (27 nóvember)
Netmánudagur (e. Cyber Monday) er mánudagurinn eftir svartan föstudag og er jafnan 24 tíma netverslunarviðburður og er oft litið á hann sem framlengingu á takmörkuðum afslætti sem sést á Black Friday. Þrátt fyrir að Netmánudagur hafi upphaflega verið settur á laggirnar til að sannfæra kaupendur um að heimsækja uppáhalds netverslanir sínar til að fá tilboð og afslætti eru mörg fyrirtæki sem bjóða einnig afslætti í verslununum sjálfum.

Talið er að nafnið "Cyber Monday" hafi fyrst verið notað á frumbernsku internetaldar (snemma á 2000) og hafi átt uppruna sinn sem leið til að sannfæra fólk um að versla á netinu.  Árið 2022 nam heildarsala dagsins $11.3 Billion USD (1,571,717,000,000 ISK).

Saman eru Black Friday og CyberMonday stundum kallaðir BFCM.


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing

Show Notes

Í þessum þætti af Gagnarök fara Ómar og Arnar í gegnum 5 góð ráð til að hjálpa fyrirtækjum að undirbúa markaðsstarf og ná sem mestri sölu á afsláttadagana miklu, sem kallast á góðri íslensku: Dagur einhleypra,  Svartur föstudagur og Netmánudagur.

Dagarnir einkennast af því að fjölmargar verslanir bjóða uppá verulega afslætti og lengja opnunartíma sinn. Þeir marka upphaf jólasölu tímabilsins og fyrir mörg fyrirtæki eru þeir tekjuhæstu dagar ársins.

Dagarnir rekja uppruna sinna til Bandaríkjana og Kína en fjölmörg lönd hafa tekið upp þess hefð í seinni tíð, þar á meðal Ísland. Hefðin ruddi sér fyrst rúms á Íslandi árið 2013 þegar Húsgagnahöllin bauð uppá afslátt á Svörtum föstudegi.

Dagur einhleypra (11 nóvember)
Dagur einhleypra (e. Singles' Day) er verslunardagur sem upphaflega á rætur sínar að rekja til Kína og er haldinn þann 11. nóvember hvert ár. Dagurinn var upphaflega stofnaður sem mótmæli við Svartan föstudag og Cyber Monday í Vesturheimi. Dagurinn er nú einn stærsti verslunardagurinn í heiminum og mögulega sá stærsti. Árið 2022 nam heildarsala dagsins  $157 billion USD (21,833,990,000,000 ISK).

Nafnið "Singles' Day" vísar til þess, að dagsetningin 11/11 á að vera skýrskotun í að vera einsamall eða einsömul, og því hefur dagurinn notaður til að fagna því að vera ekki í sambandi.

Svartur föstudagur (24 nóvember)
Svartur föstudagur (e. Black Friday) er verslunardagur sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum og er oftast fyrsti verslunardagurinn eftir þakkargjörðardaginn, sem er haldinn á fjórða fimmtudeginum í nóvember á hvert. Árið 2022 nam heildarsala dagsins $65.3 Billion USD (9,082,577,000,000 ISK).

Nafnið "Svartur föstudagur" má líklega rekja til þess að þann dag breyttust bókhaldstölur verslana úr rauðum (neikvæðar) í svartar (jákvæðar).

Í Bandaríkjunum hafa ósjaldan brotist út slagsmál því að spennan og æsingurinn er svo mikill að ná þeim vörum sem verið er að sækjast eftir. Árið 2006 slösuðust 98 manns og 7 dauðsföll tengd þessum degi voru tilkynnt í Bandaríkjunum.

Netmánudagur (27 nóvember)
Netmánudagur (e. Cyber Monday) er mánudagurinn eftir svartan föstudag og er jafnan 24 tíma netverslunarviðburður og er oft litið á hann sem framlengingu á takmörkuðum afslætti sem sést á Black Friday. Þrátt fyrir að Netmánudagur hafi upphaflega verið settur á laggirnar til að sannfæra kaupendur um að heimsækja uppáhalds netverslanir sínar til að fá tilboð og afslætti eru mörg fyrirtæki sem bjóða einnig afslætti í verslununum sjálfum.

Talið er að nafnið "Cyber Monday" hafi fyrst verið notað á frumbernsku internetaldar (snemma á 2000) og hafi átt uppruna sinn sem leið til að sannfæra fólk um að versla á netinu.  Árið 2022 nam heildarsala dagsins $11.3 Billion USD (1,571,717,000,000 ISK).

Saman eru Black Friday og CyberMonday stundum kallaðir BFCM.


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing