Gagnarök

Hinir 1,000 snertifletir þjónustuupplifunar (e. Customer Experience)

November 08, 2023 Season 1 Episode 28
Hinir 1,000 snertifletir þjónustuupplifunar (e. Customer Experience)
Gagnarök
More Info
Gagnarök
Hinir 1,000 snertifletir þjónustuupplifunar (e. Customer Experience)
Nov 08, 2023 Season 1 Episode 28

Í þessum þætti af Gagnarök fara Ómar og Ebbi yfir mikilvægi þess að fyrirtæki forgangsraði þjónustupplifun gagnvart viðskiptavinum. Fyrirtæki sem eru með skýra stefnu þegar það kemur að þjónustuupplifun eru mun líklegri til að ná árangri, aðgreina sig frá samkeppni, auka tekjur, auka endurtekin viðskipti, lækka kostnað og gera starfsfólk ánægðara.

Til að vera með hágæða þjónustuuplifun þurfa fyrirtæki að gæta að öllum þeim snertiflötum sem mögulegir viðskiptavinir og viðskiptavinir geta nýtt sér til að rannsaka, skoða, upplifa og eiga í samskiptum við fyrirtækið.

Hvort sem það er á samfélagsmiðlum, á vefsíðunni, í versluninni, í þjónustuverinu, í símanum, í tölvupósti, í auglýsingu, í fjölmiðlum og fleiri stöðum þá hefur aldrei verið mikilvægara fyrir fyrirtæki, verslanir, veitingastaði ofl. sem ætla að ná árangri til lengri tíma að greina og stýra  þjónustuupplifun viðskiptavina.

Í þættinum köfum við ofan í:

  • Hverjir eru helstu snertifletir þjónustuupplifunar?
  • Hver eru mistök sem mörg fyrirtæki gera?
  • Hver eru góð ráð fyrir fyrirtæki?
  • Raunasögur úr lífi Ómars og Ebba.
  • Hvernig er hægt að nýta gögn frá þessum snertiflötum?


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing

Show Notes

Í þessum þætti af Gagnarök fara Ómar og Ebbi yfir mikilvægi þess að fyrirtæki forgangsraði þjónustupplifun gagnvart viðskiptavinum. Fyrirtæki sem eru með skýra stefnu þegar það kemur að þjónustuupplifun eru mun líklegri til að ná árangri, aðgreina sig frá samkeppni, auka tekjur, auka endurtekin viðskipti, lækka kostnað og gera starfsfólk ánægðara.

Til að vera með hágæða þjónustuuplifun þurfa fyrirtæki að gæta að öllum þeim snertiflötum sem mögulegir viðskiptavinir og viðskiptavinir geta nýtt sér til að rannsaka, skoða, upplifa og eiga í samskiptum við fyrirtækið.

Hvort sem það er á samfélagsmiðlum, á vefsíðunni, í versluninni, í þjónustuverinu, í símanum, í tölvupósti, í auglýsingu, í fjölmiðlum og fleiri stöðum þá hefur aldrei verið mikilvægara fyrir fyrirtæki, verslanir, veitingastaði ofl. sem ætla að ná árangri til lengri tíma að greina og stýra  þjónustuupplifun viðskiptavina.

Í þættinum köfum við ofan í:

  • Hverjir eru helstu snertifletir þjónustuupplifunar?
  • Hver eru mistök sem mörg fyrirtæki gera?
  • Hver eru góð ráð fyrir fyrirtæki?
  • Raunasögur úr lífi Ómars og Ebba.
  • Hvernig er hægt að nýta gögn frá þessum snertiflötum?


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing