Gagnarök

Óplægður akur Umhverfismiðla | Ívar Freyr & Höskuldur Gunnlaugsson hjá Skjálausnir

November 21, 2023 Season 1 Episode 29
Óplægður akur Umhverfismiðla | Ívar Freyr & Höskuldur Gunnlaugsson hjá Skjálausnir
Gagnarök
More Info
Gagnarök
Óplægður akur Umhverfismiðla | Ívar Freyr & Höskuldur Gunnlaugsson hjá Skjálausnir
Nov 21, 2023 Season 1 Episode 29

Gestir þáttarins er Ívar Freyr Sturluson og Höskuldur Gunnlaugsson, hjá umhverfismiðla fyrirtækinu Skjálausnum. Umhverfismiðlar eru einn mest vaxandi miðill landsins.

Skjálausnir bjóða verslunum, veitingastöðum, íþróttafélögum, líkamsræktarstöðvum, hótelum, ráðstefnuhöldurum og fleira fjölbreytilega, hágæða snjallskjái til að birta auglýsingar, veita upplýsingar og bjóða uppá vörukaup. Þeir starfrækja í dag yfir 30 skjálausnir sem fá yfir 35 þúsund heimsóknir á dag.

Ívar Freyr hefur komið víða við þegar kemur að nýsköpun og rekstri. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og starfaði við sölu- og markaðsmál hjá Eldum rétt og Já.is áður en hann tók við sem markaðsstjóri hjá bílastæða appinu Parka sem hann sinnti til ársins 2021. Hann var frumkvöðullinn á bakvið leigubílaappið Drivers.is og smökkunarlausnina Smartsampling áður hann stofnaði Skjálausnir árið 2018.

Höskuldur er með gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera leiðtogi og fyrirliði knattspyrnudeildar Breiðabliks. Hann starfaði við sölu hjá fyrirtækinu Quicksearch, sem sérhæfir sig í endurgjöf viðskiptavina, í Svíþjóð frá 2018 til 2019 áður en hann flutti heim og stofnaði gómsætu laufabrauðsgerðina Gamla Bakstur fyrir jólahátíðina 2020. Hann stofnaði svo skjálausnafyrirtækið Birtu, ásamt Guðjóni Pétri Lýðssyni, sem sameinaðist Skjálausnum árið 2023.

Saman reka Ívar og Höskuldur Skjálausnir í dag ásamt Guðjóni og teyminu sínu.
Við ræddum við Ívar og Höskuld um

  • Hvað eru umhverfismiðlar?
  • Hvernig nota fyrirtæki skjálausnir í dag?
  • Hverjir eru kostir / gallar við Skjálausnir?
  • Hvaða árangur hafa fyrirtæki verið að sjá?
  • Hvaða spennandi skjálausnir eru framundan?


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing

Show Notes

Gestir þáttarins er Ívar Freyr Sturluson og Höskuldur Gunnlaugsson, hjá umhverfismiðla fyrirtækinu Skjálausnum. Umhverfismiðlar eru einn mest vaxandi miðill landsins.

Skjálausnir bjóða verslunum, veitingastöðum, íþróttafélögum, líkamsræktarstöðvum, hótelum, ráðstefnuhöldurum og fleira fjölbreytilega, hágæða snjallskjái til að birta auglýsingar, veita upplýsingar og bjóða uppá vörukaup. Þeir starfrækja í dag yfir 30 skjálausnir sem fá yfir 35 þúsund heimsóknir á dag.

Ívar Freyr hefur komið víða við þegar kemur að nýsköpun og rekstri. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og starfaði við sölu- og markaðsmál hjá Eldum rétt og Já.is áður en hann tók við sem markaðsstjóri hjá bílastæða appinu Parka sem hann sinnti til ársins 2021. Hann var frumkvöðullinn á bakvið leigubílaappið Drivers.is og smökkunarlausnina Smartsampling áður hann stofnaði Skjálausnir árið 2018.

Höskuldur er með gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera leiðtogi og fyrirliði knattspyrnudeildar Breiðabliks. Hann starfaði við sölu hjá fyrirtækinu Quicksearch, sem sérhæfir sig í endurgjöf viðskiptavina, í Svíþjóð frá 2018 til 2019 áður en hann flutti heim og stofnaði gómsætu laufabrauðsgerðina Gamla Bakstur fyrir jólahátíðina 2020. Hann stofnaði svo skjálausnafyrirtækið Birtu, ásamt Guðjóni Pétri Lýðssyni, sem sameinaðist Skjálausnum árið 2023.

Saman reka Ívar og Höskuldur Skjálausnir í dag ásamt Guðjóni og teyminu sínu.
Við ræddum við Ívar og Höskuld um

  • Hvað eru umhverfismiðlar?
  • Hvernig nota fyrirtæki skjálausnir í dag?
  • Hverjir eru kostir / gallar við Skjálausnir?
  • Hvaða árangur hafa fyrirtæki verið að sjá?
  • Hvaða spennandi skjálausnir eru framundan?


UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.

Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.

Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing