Álhatturinn

Tungllending Bandaríkjamanna árið 1969 var sviðsett

December 15, 2023
Tungllending Bandaríkjamanna árið 1969 var sviðsett
Álhatturinn
More Info
Álhatturinn
Tungllending Bandaríkjamanna árið 1969 var sviðsett
Dec 15, 2023

Tungllending Bandaríkjamanna árið 1969 er að margra mati eitt stærsta afrek mannkynssögunnar eða í það minnsta mesta tækniundur 20.aldarinnar. En einnig eru til þeir einstaklingar sem einfaldlega kaupa ekki opinberu skýringuna og hreinlega neita því að mannfólk hafi nokkurn tíma stigið fæti á tunglið.

Í huga þessara Álhatta var einungis um einn allsherjar blekkingarleik og sjónarspil í boði Hollywood að ræða og Neil Armstrong Buzz Aldrin og Michael Collins ekki aðeins fóru aldrei til tunglsins heldur yfirgáfu þeir hreinlega aldrei gufuhvolf jarðar.

Hvernig stóð til dæmis á því að bandaríski fáninn gat gefið frá sér skugga í margar mismunandi áttir líkt og ljós kæmi úr mörgum áttum, þegar eina ljóstíran kom frá sólu? Voru tunglfararnir kannski með kvikmyndaljós með sér í ferðinni? Hversvegna blakti fáninn líkt og í rammíslenskri sunnanátt ef hann var í raun í þyngdarleysi á tunglinu

Hvernig gat eiginlega Neil Armstrong  skilið eftir sig djúp fótspor í tunglinu ef tunglfarið sjálft, sem var töluvert stærra og þyngra, skildi enga djúpa gíga eftir sig? Hvernig í veröldinni þoldu hinir meintu tunglfarar allan þann bilaðslega kulda og gífurlega hita sem myndast getur á tunglinu og afhverju sjást engar stjörnur á himninum á neinum af þeim ljósmyndum sem þeir tóku í ferð sinni? Ættu stjörnurnar einmitt ekki að sjást betur úti í geimnum.

Hvað hafa heimsóknir tunglfaranna til Íslands árin 1965 og 1967 með þetta að gera, hvað í veröldinni er eiginlega þetta Van Allen belti og hvernig tengist þetta allt kvikmynda leikstjóranum Stanley Kubrick?

Er jörðin raunverulega hnöttótt eða er hún kannski kartöflulaga og hvernig stendur þá á því að allar myndir frá NASA sýna jörðina hnöttótta? Getur verið NASA séu að blekkja okkur?

Var um raunverulegt einstakt og stórkostlegt tækniundur og mannlegan sigur að ræða sem sameinaði heimsbyggðina alla? Eða voru bandarísk yfirvöld hreinlegar orðin þreytt á því að tapa geimkapphlaupinu fyrir Sovétríkjunum svo þeir settu á svið einn allsherjar leikþátt með hjálp Hollywood og kvikmyndatækni.

Þetta og svo margt, margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn oh Ómar Þór ræða eina þekktustu og klassískustu samsæriskenningu fyrr og síðar. Sjálfa tungllendingu Bandaríkjamanna. 

Hlekkir á ítarefni sem er til  umræðu í þættinum:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

Show Notes

Tungllending Bandaríkjamanna árið 1969 er að margra mati eitt stærsta afrek mannkynssögunnar eða í það minnsta mesta tækniundur 20.aldarinnar. En einnig eru til þeir einstaklingar sem einfaldlega kaupa ekki opinberu skýringuna og hreinlega neita því að mannfólk hafi nokkurn tíma stigið fæti á tunglið.

Í huga þessara Álhatta var einungis um einn allsherjar blekkingarleik og sjónarspil í boði Hollywood að ræða og Neil Armstrong Buzz Aldrin og Michael Collins ekki aðeins fóru aldrei til tunglsins heldur yfirgáfu þeir hreinlega aldrei gufuhvolf jarðar.

Hvernig stóð til dæmis á því að bandaríski fáninn gat gefið frá sér skugga í margar mismunandi áttir líkt og ljós kæmi úr mörgum áttum, þegar eina ljóstíran kom frá sólu? Voru tunglfararnir kannski með kvikmyndaljós með sér í ferðinni? Hversvegna blakti fáninn líkt og í rammíslenskri sunnanátt ef hann var í raun í þyngdarleysi á tunglinu

Hvernig gat eiginlega Neil Armstrong  skilið eftir sig djúp fótspor í tunglinu ef tunglfarið sjálft, sem var töluvert stærra og þyngra, skildi enga djúpa gíga eftir sig? Hvernig í veröldinni þoldu hinir meintu tunglfarar allan þann bilaðslega kulda og gífurlega hita sem myndast getur á tunglinu og afhverju sjást engar stjörnur á himninum á neinum af þeim ljósmyndum sem þeir tóku í ferð sinni? Ættu stjörnurnar einmitt ekki að sjást betur úti í geimnum.

Hvað hafa heimsóknir tunglfaranna til Íslands árin 1965 og 1967 með þetta að gera, hvað í veröldinni er eiginlega þetta Van Allen belti og hvernig tengist þetta allt kvikmynda leikstjóranum Stanley Kubrick?

Er jörðin raunverulega hnöttótt eða er hún kannski kartöflulaga og hvernig stendur þá á því að allar myndir frá NASA sýna jörðina hnöttótta? Getur verið NASA séu að blekkja okkur?

Var um raunverulegt einstakt og stórkostlegt tækniundur og mannlegan sigur að ræða sem sameinaði heimsbyggðina alla? Eða voru bandarísk yfirvöld hreinlegar orðin þreytt á því að tapa geimkapphlaupinu fyrir Sovétríkjunum svo þeir settu á svið einn allsherjar leikþátt með hjálp Hollywood og kvikmyndatækni.

Þetta og svo margt, margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum þar sem Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn oh Ómar Þór ræða eina þekktustu og klassískustu samsæriskenningu fyrr og síðar. Sjálfa tungllendingu Bandaríkjamanna. 

Hlekkir á ítarefni sem er til  umræðu í þættinum:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.