Álhatturinn

P2: Pýramídarnir í Egyptalandi voru ekki byggðir eins og okkur er kennt í sögubókum | Hluti 2

April 05, 2024
P2: Pýramídarnir í Egyptalandi voru ekki byggðir eins og okkur er kennt í sögubókum | Hluti 2
Álhatturinn
More Info
Álhatturinn
P2: Pýramídarnir í Egyptalandi voru ekki byggðir eins og okkur er kennt í sögubókum | Hluti 2
Apr 05, 2024

Pýramídarnir í Egyptalandi hafa löngum verið mörgu fólki hugleiknir og ekki að ósekju. Fá fyrirbæri, ef einhver,  í heiminum þykja jafn mikil verkfræðiundur og byggingarfræðileg afrek og Pýramídarnir og framleiddar hafa verið fjöldinn allur af myndum og sjónvarpsþáttum þar sem mismiklir vitringar og fræðingar í þessum efnum spá og spekúlera hvernig pýramídarnir urðu til og hversvegna. 

Sumir þessara, oft á tíðum sjálfskipuðu, fræðinga hafa eignað geimverum eða öðrum framandi verum heiðurinn að byggingu pýramídanna en aðrir vilja meina að samfélag manna hafi á öldum áður verið mun háþróaðra og tæknivæddara en fornleifafræðingar og annað fræðifólk telur.

Eða getur verið að Egyptar hafi notast við einhverskonar hraðþornandi steypu sem þeir helltu í einhverskonar form eða skapalón til að móta steinana jafnóðum og píramídarnir voru byggðir? Eða notuðu þeir kannski einhverja sérstaka tíðni eða bylgjulengd til þess að lyfta steinunum upp? Eða gengu kannski risar um jörðina og þessir risar byggðu píramídana og fóru jafnvel létta með það? 

Í þessum seinni hluta Álhattarins um píramídana í Egyptalandi ræða þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áfram um Egyptaland til forna og hvaða aðrar skýringar gætu hugsanlega fræðilega legið að baki byggingu píramídanna. 

Allt þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

Show Notes

Pýramídarnir í Egyptalandi hafa löngum verið mörgu fólki hugleiknir og ekki að ósekju. Fá fyrirbæri, ef einhver,  í heiminum þykja jafn mikil verkfræðiundur og byggingarfræðileg afrek og Pýramídarnir og framleiddar hafa verið fjöldinn allur af myndum og sjónvarpsþáttum þar sem mismiklir vitringar og fræðingar í þessum efnum spá og spekúlera hvernig pýramídarnir urðu til og hversvegna. 

Sumir þessara, oft á tíðum sjálfskipuðu, fræðinga hafa eignað geimverum eða öðrum framandi verum heiðurinn að byggingu pýramídanna en aðrir vilja meina að samfélag manna hafi á öldum áður verið mun háþróaðra og tæknivæddara en fornleifafræðingar og annað fræðifólk telur.

Eða getur verið að Egyptar hafi notast við einhverskonar hraðþornandi steypu sem þeir helltu í einhverskonar form eða skapalón til að móta steinana jafnóðum og píramídarnir voru byggðir? Eða notuðu þeir kannski einhverja sérstaka tíðni eða bylgjulengd til þess að lyfta steinunum upp? Eða gengu kannski risar um jörðina og þessir risar byggðu píramídana og fóru jafnvel létta með það? 

Í þessum seinni hluta Álhattarins um píramídana í Egyptalandi ræða þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áfram um Egyptaland til forna og hvaða aðrar skýringar gætu hugsanlega fræðilega legið að baki byggingu píramídanna. 

Allt þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum.

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.