Tvær á floti
Tvær á floti er hlaðvarp fyrir konur yfir þrítugt sem halda mörgum boltum á lofti en vilja gefa sér meira rými og tíma til að rækta sjálfa sig, finna jafnvægi og njóta lífsins.
Í hlaðvarpinu taka þáttastjórnendur samtalið á opinskáan og einlægan hátt og deila eigin reynslusögum. Í framhaldi verður leitað til sérfræðinga þar sem kafað verður dýpra í það sem skiptir máli. Markmiðið er að hlustendur fái innblástur, hvatningu og verkfæri til að fljóta í gegnum lífið.
Instagram: @tvaerafloti
TikTok: @tvaerafloti
Tvær á floti
S01 E05 - "Húðin á þér er eins og einn stór munnur!"
Í þessum þætti fá Fanney og Sara til sín Láru og Sigríði Örnu, eigendur og stofnendur HÚÐIN skin clinic - einnar vinsælustu húðmeðferðarstofu landsins. Þær fara með okkur dýpra ofan í heim húðmeðferða, virkra innihaldsefna og hvernig við getum raunverulega bætt húðina okkar. Við kíkjum líka á vinsælustu meðferðirnar og nýjustu tæknina í húðheiminum... t.d. meðferð sem nýtir silunga-svil (eða laxasæði eins og við köllum það!) - virkar hún og sýnir hún raunverulegan árangur? Fróðlegur og skemmtilegur þáttur fyrir þau sem vilja læra meira inn á húðina, með ráðum frá sérfræðingum.
Þátturinn er í boði:
- HÚÐIN skin clinic
- Eldum Rétt
- Nútrí Health Bar
- Vila Iceland
Fylgdu Tvær á floti á samfélagsmiðlum: @tvaerafloti