Leitin að peningunum

Hvað er eiginlega að gerast á húsnæðismarkaði? - Páll Pálsson

September 07, 2021 Umboðsmaður skuldara Episode 47
Leitin að peningunum
Hvað er eiginlega að gerast á húsnæðismarkaði? - Páll Pálsson
Show Notes

Páll Pálsson er fasteignasali með fimmtán ára reynslu og kemur nú sem viðmælandi í Leitina að peningunum í annað sinn. Meginumfjöllunarefni þáttarins er staðan á húsnæðismarkaði um þessar mundir, sem einkennist af litlu framboði og mikilli eftirspurn eftir húsnæði.

Þar fyrir utan ræðum við: 

  • Hvaða þýðingu það hefur að fyrirvarar við tilboð í fasteignaviðskiptum séu til vandræða fyrir kaupendur
  • Hvaða hverfi eiga mesta hækkun inni miðað við önnur á höfuðborgarsvæðinu
  • Stöðuna eftir vaxtahækkun Seðlabankans
  • Muninn á leyndum galla og földum galla í fasteignaviðskiptum
  • Mikilvægi þess að skoða húsnæði mjög vel eftir afhendingu
  • Hvernig fasteignasalar markaðssetja sig
  • Hvort fasteignasalar geti raunverulega gætt hagsmuna bæði kaupenda og seljenda

Og margt, margt fleira.

Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.