Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Auðvarpið fjallar um vísindalega nýsköpun frá öllum hliðum. Hvað er vísindaleg nýsköpun? Hvernig getur hún aukið samkeppnishæfni okkar?Er vísindaleg nýsköpun mest spennandi svið nýsköpunar? Þar sem uppgötvanir og rannsóknir verða að verðmætum, þar sem þekkingin verður til í okkar frábæru háskólim og rannsóknarsamfélagi.Með Auðvarpinu færum við ykkur innsýn í þennan heim og þá möguleika sem í honum felast. Við tökum viðtöl við okkar fremsta fólk á þessu sviði og tökum fyrir hugverkavernd og þær hættur sem oft leynast á leiðinni.Stjórnandi Auðvarpsins er Sverrir Geirdal Viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi sem er tækniyfirfærslu stofa Íslands í eigu allra Háskólanna, Landsspítalans, Samtaka Iðnaðarins og rannsóknarstofnanna. Frekari upplýsingar á heimasíðunni www.audna.is
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Hrönn Greipsdóttir - Nýsköpunarsjóður
Nýsköpunarsjóður er brúin yfir og vinin í dauðadalnum!
Í 22. þætti Auðvarpsins förum við yfir fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Íslandi, séð frá sjónarhóli Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sem fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári!
Framkvæmdastjóri sjóðsins, Hrönn Greipsdóttir er gestur þáttarins.
Við byrjum samt á allt öðru, við byrjum á hótel Sögu sem við söknum, um leið og við fögnum nýju hlutverki hússins sem hluti af háskólasamfélaginu í Vatnsmýrinni.
Hlutverk sjóðsins í umhverfinu er að finna og bregðast við markaðsbrestum, ekki að vera í samkeppni við aðrar fjármögnunarleiðir.
Það er markaðsbrestur í fjármögnun vísindalegrar nýsköpunar, sérstaklega á sviðum þar sem þekking fjárfesta er af skornum skammti. Í því samhengi ræðum við möguleika á stofnun „Proof of Concept“ sjóðs og hlutverk Nýsköpunarsjóðs í því samhengi.
Sjóðurinn er sígrænn sem er áskorun í sveiflukenndu umhverfi en um leið nauðsynlegur valkostur. Allir hafa aðgang að sjóðnum og geta sótt um og kynnt sínar hugmyndir.
Sjóðurinn hefur komið að um 200 fyrirtækjum á síðustu 25 árum, fær 100 til 150 erindi á ári og fjárfestir í 2 til 3.
Endum svo á möguleikum til gistingar á svítunni á Hotel Holti.
Skemmtileg stund með Hrönn sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja um sjóðinn í fortíð, nútíð og framtíð.
www.audna.is - www.edih.is - www.visindagardar.is - www.ihpc.is