Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Auðvarpið fjallar um vísindalega nýsköpun frá öllum hliðum. Hvað er vísindaleg nýsköpun? Hvernig getur hún aukið samkeppnishæfni okkar?Er vísindaleg nýsköpun mest spennandi svið nýsköpunar? Þar sem uppgötvanir og rannsóknir verða að verðmætum, þar sem þekkingin verður til í okkar frábæru háskólim og rannsóknarsamfélagi.Með Auðvarpinu færum við ykkur innsýn í þennan heim og þá möguleika sem í honum felast. Við tökum viðtöl við okkar fremsta fólk á þessu sviði og tökum fyrir hugverkavernd og þær hættur sem oft leynast á leiðinni.Stjórnandi Auðvarpsins er Sverrir Geirdal Viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi sem er tækniyfirfærslu stofa Íslands í eigu allra Háskólanna, Landsspítalans, Samtaka Iðnaðarins og rannsóknarstofnanna. Frekari upplýsingar á heimasíðunni www.audna.is
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Gervigreind og siðfræði - Páll Rafnar Þorsteinsson
Sverrir Geirdal heldur áfram að fjalla um gervigreind, stafræna nýsköpun undir hatti EDIH. Að þessu sinni tekur hann á móti Dr. Páli Rafnar Þorsteinssyni verkefnastjóra hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til að ræða mál málanna, Gervigreind og siðfræði.
Er gervigreind mannleg greind? Ef ekki er henni þá treystandi, út frá siðfræði, að takast á við verkefni sem kallar á mannlega greind?
Er gervigreind annarskonar greind, sem hefur kosti umfram mannlega greind, t.d. hraða og aðgang að ógrynni upplýsinga og er þá hrein viðbót við mannlega greind?
Þurfum við regluverk um gervigreind? Við þurftum ekkert regluverk um Internetið á sínum tíma. Eða var það kannski feill, hefðum við einmitt átt að setja reglur um Internetið. Hefðum við þá getað afstýrt allskonar óværu sem á okkur herjar núna, eins og falsfréttum? Óæskileg áhrif samfélagsmiðla og svo framvegis.
Mjög fróðleg og skemmtileg umræða um eitt stærsta álitamál samtímans – Gervigreindina!
Góða skemmtun
www.audna.is - www.edih.is - www.visindagardar.is - www.ihpc.is