Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Auðvarpið fjallar um vísindalega nýsköpun frá öllum hliðum. Hvað er vísindaleg nýsköpun? Hvernig getur hún aukið samkeppnishæfni okkar?Er vísindaleg nýsköpun mest spennandi svið nýsköpunar? Þar sem uppgötvanir og rannsóknir verða að verðmætum, þar sem þekkingin verður til í okkar frábæru háskólim og rannsóknarsamfélagi.Með Auðvarpinu færum við ykkur innsýn í þennan heim og þá möguleika sem í honum felast. Við tökum viðtöl við okkar fremsta fólk á þessu sviði og tökum fyrir hugverkavernd og þær hættur sem oft leynast á leiðinni.Stjórnandi Auðvarpsins er Sverrir Geirdal Viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi sem er tækniyfirfærslu stofa Íslands í eigu allra Háskólanna, Landsspítalans, Samtaka Iðnaðarins og rannsóknarstofnanna. Frekari upplýsingar á heimasíðunni www.audna.is
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Disney er dautt - Skapandi greinar og AI - Sigurður Á. Árnason
Disney er dautt og samfélagsmiðlar sömuleiðis
33 þáttur Auðvarpsins 2.0 kominn í loftið! (Myndmerki þáttarins er verk ChatGPT 5.2)
Sigurður Ásgeir Árnason eða Siggi, framkvæmdastjóri Overtune mætir í settið hjá Sverri Geirdal, nú ráðgjafa hjá Hinos ehf. og ræðir tónlistargeirann og gervigreind – Skapandi greinar með áherslu á tónlist.
Hvaða áhrif hefur gervigreind á skapandi greinar? Í hvað er hún notuð? Þurfum við að vera hrædd?
Hvað gerir listaverk að listaverki? Getur gervigreindin komið í staðinn fyrir fólk?
Er meðal lag nógu gott? Hreyfir það við okkur að búa til 1000 lög á sekúndu?
Mikil gerjun og ákaflega spennandi staða uppi! Hvernig verður hagkerfi skaparans í framtíðinni?
Hlustið!
Tenglar úr þættinum:
Nýsköpunarnám á vegum Landsspítala – upplýsingar hér: Námsbraut í nýsköpun - Almennt um námið | Landspítali
Þáttur með Hafsteini Einarssyni um AI og listina er númer 17; hlustið hér: https://open.spotify.com/episode/62BytmvDn8TWLYUwUohpDm?si=dc3d0240a1714680
Aukaefni um ai og tónlist – þáttur númer 24 – viðtal við Þórhall Magnússon um tónlist og gervigreind: https://open.spotify.com/episode/05i7kqWoMxz87chWxvA3hT?si=9967ec468f4f4f7c
www.audna.is - www.edih.is - www.visindagardar.is - www.ihpc.is