
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
X-Nýsköpun, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heimsækir okkur Einar Mäntylä í Grósku og deilir sínum hugmyndum um hlutverk vísindalegrar nýsköpunar í samfélaginu okkar.
Sjöundi þáttur Auðvarpsins er í raun fyrsti þáttur sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.
Hvernig byggjum við upp þekkingasamfélag þar sem við nýtum okkur framþróun í vísindum og rannsóknum samfélaginu til heilla?
Fyrst til að stíga á stokk er ráðherra nýsköpunarmála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur. Í þættinum förum við yfir víðan völl tækifæranna. Ræðum útflutning á vetni, húshitun í Þýskalandi, hvernig hitaveituvæðingin var ígildi tunglskots á sínum tíma. Hvernig við getum sannanlega haft áhrif til góðs á hnattrænar áskoranir eins og loftslagsmálin, orkuskiptin og fleira.
X-Nýsköpun
www.audna.is - www.edih.is