Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Auðvarpið fjallar um vísindalega nýsköpun frá öllum hliðum. Hvað er vísindaleg nýsköpun? Hvernig getur hún aukið samkeppnishæfni okkar?Er vísindaleg nýsköpun mest spennandi svið nýsköpunar? Þar sem uppgötvanir og rannsóknir verða að verðmætum, þar sem þekkingin verður til í okkar frábæru háskólim og rannsóknarsamfélagi.Með Auðvarpinu færum við ykkur innsýn í þennan heim og þá möguleika sem í honum felast. Við tökum viðtöl við okkar fremsta fólk á þessu sviði og tökum fyrir hugverkavernd og þær hættur sem oft leynast á leiðinni.Stjórnandi Auðvarpsins er Sverrir Geirdal Viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi sem er tækniyfirfærslu stofa Íslands í eigu allra Háskólanna, Landsspítalans, Samtaka Iðnaðarins og rannsóknarstofnanna. Frekari upplýsingar á heimasíðunni www.audna.is
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Ólafur Þór Gunnarsson
X-Nýsköpun Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson kemur hjólandi í þennan þátt. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun, þekkingu, hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira. Eins og við er að búast er lækninum Ólafi tíðrætt um nýsköpun í heilbrigðisgeiranum.
Ellefti þáttur Auðvarpsins er jafnframt fimmti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.
Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndir fólksins í landinu til að byggja upp betra samfélag? Gerist þetta að sjálfu sér og hvernig geta stjórnvöld hjálpað?
Í þessum þætti er áherslan á heilbrigðistæknina, hvernig ýtum við undir og hjálpum okkar fólki að skapa og gera samfélagið betra. Eru t.d. viðbrögð okkar og stjórnun í heilbrigðiskerfinu á tímum heimsfaraldurs til útflutnings? Ólafur fer yfir málið ásamt því t.d. að ræða hvernig samfélagið getur ýtt undir ábyrga hegðun frumkvöðla með því að vera til staðar í upphafi og styðja vel við bakið á nýsköpun.
X-Nýsköpun
www.audna.is - www.edih.is - www.visindagardar.is - www.ihpc.is