
Firmað ritar
Firmað ritar fjallar um bækur sem breyttu heiminum og um leið hafa haft áhrif á umsjónarmenn. Kjartan Örn Sigurðsson og Kolbeinn Marteinsson kynntust í Háskóla Íslands í kringum aldamótin þar sem þeir námu stjórnmálafræði. Eftir HÍ fóru þeir í framhaldsnám, viðskipti og í að þróa sinn starfsframa. Nú sem miðaldra karlar hafa þeir snúið bökum saman reynslunni ríkari að eigin sögn. Hér ræða þeir til skiptis bækur sem hafa gagnast þeim undanfarin 20 ár, í viðskiptum, rekstri, einkalífi eða einfaldlega veitt þeim innblástur og gleði. Firmað ritar er því fyrir öll þau sem vilja bæta sig og vonandi um leið læra eitthvað nýtt. Athugið að þættirnir eru gefnir út þegar tími gefst.
Firmað ritar
Anything You Want - fyrirtækjarekstur á að snúast um hamingju
•
Satriali's Pork Store
•
Season 1
•
Episode 4
Anything You Want: 40 Lessons for a New Kind of Entrepreneur, eftir Derek Sivers kom út árið 2015. Kolbeinn ræðir í þessum þætti efni bókarinnar og fer yfir eitthvað af þeim 40 ráðum sem Sivers punktaði niður eftir að hafa stofnað fyrirtækið CDbaby.com árið 1998.
En Sivers seldi fyrirtækið 2008 fyrir 20 milljónir $ og setti alla peningana í góðgerðarmál.
Lykilpunktar úr bókinni:
- Viðskipti snúast ekki um peninga heldur að láta drauma sína rætast.
- Skapaðu fyrirtækið þitt í samræmi við þína framtíðarsýn og farðu í viðskipti með það að markmiði að hjálpa öðrum þannig muntu draga til þín viðskipti.
- Árangur kemur með því að endurmeta hluta og skapa ekki með því að markaðssetja eitthvað sem ekki virkar.
- Eini tilgangurinn með öllu sem við gerum á að vera að gera okkur hamingjusöm, þess vegna eigum við bara að gera það sem gerir okkur hamingjusöm.
Hægt er að kaupa bókina á Amazon UK
Og það er hægt að hlusta á hljóðbók lesna af höfundi á Audible