Skraut Bakkusar

Nýtt líf - Eymundur

Season 1 Episode 15

Í dag spjalla ég við mann sem hefur reynst mér persónulega mjög vel í mínum bata. 

Eymundur Ingi Ragnarsson er alkóhólisti í góðum bata. 

Hann fer hér á afar einlægan hátt yfir sína sögu. 

Eymundur kemur inn á margt í spjallinu eins og hvers mikils virði það er að vera í góðum bata. Finna þessa svokölluðu hugarró og góð tengsl við fólkið sem hann elskar, góð tengsl við aðra alka í bata. 

Ég er afar þakklátur honum Eymundi því hann átti sinn stóra þátt í þessu hlaðvarps verkefni hjá mér og hefur, eins og ég sagði,  reynst mér afar vel. 

Eymundur er einn af oss 🙏

Guð gefi mér æðruleysi,
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli 🙏