
Skraut Bakkusar
Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.
Episodes
38 episodes
Innri þjáning - Gísli
Í þessum þætti spjalla ég við hann Gísla Sigurðarsson. Gísli leggur hér inn sögu sína á mjög einlægan og áhrifaríkan hátt. Nafn þáttarsins, innri þjáning, er komið úr sögu hans þegar hann lýsir því ástandi sem hann var...
•
Season 2
•
Episode 38
•
1:00:15

Edrúlífið - Pálmi
Í dag heyri ég í fastagesti þáttarins honum Pálma Fannari. Pálmi Fannar hefur undanfarin ár haldið utan um og séð um Edrúlífið á Djúpavogi. Edrúlífið er í dag stór viðburður á Hammond tónlistahátið á Djúpavogi. Pálmi f...
•
Season 2
•
Episode 37
•
53:18

Leikstjóri lífsins - Hrund
Gestur minn í þessum þætti heitir Hrund Ottósdóttir. Sagan hennar hefst á hæfileikaríkri ungri stúlku sem er að kynnast lífinu. þessi stúlka kynnist fljótlega kvíða, óöryggi og lendir í einelti áður en hún byrjar svo...
•
Season 2
•
Episode 36
•
1:02:58

Reyndu aftur - Pálmi
Ég fæ góðkunningja þáttarins, hann Pálma Fannar, í heimsókn að þessu sinni.Þegar ég fæ Pálma með mér horfi ég á það sem "alkaspjall." Tveir alkóhólistar í bata að ræða málin og reyna eftir bestu getu að tala sig í átt að einhverri...
•
Season 2
•
Episode 35
•
55:58

Að fylla í tómið - Þorkell Máni
Gestur minn að þessu sinni er Þorkell Máni Pétursson Þorkell Máni er m.a fjölmiðlamaður, umboðsmaður, rithöfundur, markþjálfi og knattspyrnusérfræðingur, en fyrst og fremst er hann alkóhólisti í bata. Við settums...
•
Season 2
•
Episode 34
•
1:15:04

Augu Kókaíns - Hilmar
Gestur minn að þessu sinni heitir Hilmar Garðasson. Hilmar fer yfir sögu sína sem er svo sannarlega þyrnum stráð. Hann fer yfir það með mér hvernig alkóhólisminn greip hann strax frá fyrsta sopa og hvernig hans fíkn þr...
•
Season 2
•
Episode 33
•
1:00:43

Leiðin heim - Margrét Erla
Í dag fæ ég til mín hana Margréti Erlu sem fer yfir sína reynslusögu með mér. Við förum yfir sögu sem lýsir mjög vel hvernig alkóhólisminn þróast í brothættri ungri stelpu með brotna sjálfsmynd og þá leið sem hún var á þegar hún sv...
•
Season 2
•
Episode 32
•
1:03:18

Nýtt upphaf
Jæja þá hefjum við leik að nýju. Með þessum þætti keyrum við Pálmi aðra seríu Skrauts Bakkusar í gang. Við förum hér saman yfir það sem þetta podcast snýst um. Eftir sem áður er aðal efni Skraut Bakkusar alkóhólismi í ...
•
Season 2
•
Episode 31
•
18:46

Uppgjör - Óli Stefán
Þessi þáttur er settur upp á annan hátt en aðrir þættir af einni ástæðu og ástæðan er sú að þetta verður síðasti þátturinn í season 1 hjá mér. Þessi þáttur fer því í það að gera upp þetta fyrsta season. Þetta er þrítug...
•
Season 1
•
Episode 30
•
51:54

Horfðu til himins - Halldór Steinn
Í dag heyri ég í honum Halldóri Steini Halldór Steinn var í vandræðum með áfengi frá fyrsta sopa Hann fer yfir það með mér hvernig ákveðið stjórnleysi og vandræðagangur í æsku leiðir hann inn í drykkju sem litaðist str...
•
Season 1
•
Episode 29
•
47:49

Stjórnleysið sem stjórnaði rútínunni - Halla Vilbergs
Gestur minn þessa vikuna heitir Halla Vilbergs. Ég var afskaplega glaður þegar hún Halla samþykkti að setjast niður með mér í Skrautinu því hún hefur verið ótrúlega dugleg og opinská með sína edrúmennsku. Þarna liggur ...
•
Season 1
•
Episode 28
•
53:37

Valkostir lífsins - Kamilla
Í dag fæ ég til mín alveg hreint frábæra unga konu sem færir mér sína sögu. Af mikilli yfirvegun fer hún yfir það með mér hvernig hún fær að vita það mjög ung að árum að líklega sé hún alkóhólisti.Kamilla fer yfir það...
•
Season 1
•
Episode 27
•
52:30

Breyttur Maður - Páll Valur
Í dag heyri ég í góðum félaga. Páll Valur Björnsson á sögu sem byrjar á Vopnafirði þar sem hann ólst upp. Hann fer yfir uppvaxtarárin með mér og hvernig hann kynntist áfengi ungur að aldri. Bak...
•
Season 1
•
Episode 26
•
1:01:12

Skoðun læknisins & Alkaspjall
Í dag fer ég aðeins út af vananum. Ég fékk einn af oss til þess að lesa úr bókinni. Skoðun læknisins er mjög góður og áhugaverður kafli sem er lesinn að þessu sinni. Eftir lestur sló ég á þráðinn til Pálma...
•
Season 1
•
Episode 25
•
51:02

Að fylla í tómarúmið - Bríet Ósk
Í dag heyri ég í henni Bríeti. Bríet á sína sögu sem hún deilir með okkur á hjartnæman hátt. Að fylla í tómarúmið eða að eltast við það að búa til stöðutákn lífsins reyndist henni erfitt. Fíknin kom snemma fram í...
•
Season 1
•
Episode 24
•
54:47

Eymd er valkostur - Óskar
Gestur minn þessa vikuna er Óskar Guðlaugsson Hammer. Óskar fer með mér yfir sína sögu sem er þyrnum stráð. Neysla sem byrjar snemma og þróast hratt er taktur sem við könnumst orðið vel við hér í Skrauti Bakkusar. ...
•
Season 1
•
Episode 23
•
51:07

Vertíðarblús - Viktor
Í dag ræði ég við Vestmannaeyinginn Viktor Scheving Á afar einlægan og heiðarlegan hátt fer Viktor með okkur í gegnum sína reynslu. Hann byrjar mjög ungur að drekka í vinnunni í Vestmannaeyjum. Þaðan gerast hlutirnir mjög hratt og ...
•
58:55

Þú fullkomnar mig - Árni Björn
Í dag heyrum við í honum Árna Birni. Árni Björn á tuttuga ára edrúgöngu. Hann starfaði og starfar enn í veitingabransanum. Árni Björn fer yfir það með okkur hvernig hann þróaði með sér alkóhólisma með því að reyna að fylla í lífsin...
•
Season 1
•
Episode 21
•
1:08:30

Venjulegt líf - Axel
Tuttugasti þáttur Skrauts Bakkusar ber nafnið venjulegt líf því gestur minn að þessu sinni fer yfir það með mér hversu dýrmætt það er að eignast venjulegt líf. Axel á langa edrúgöngu en það eru 34 ár síðan hann tók síðasta so...
•
Season 1
•
Episode 20
•
1:11:03

Hringborðið - Haukur & Pálmi
Nýr þáttur nýr vinkill. Ég fékk til mín góðkunninga þáttarins og við settumst niður við svokallað hringborð. Hringborðið er hugsað þannig að fleiri en tveir komi saman til þess að ræða alkóhólismann. Tilgangurinn er ...
•
Season 1
•
Episode 19
•
53:24

Saga Bills (Seinni hluti)
Áfram höldum við að ræða sögu Bills, einn af stofnendum AA. Sagan er gríðarlega áhrifarík og lýsir sjúkdómnum afar vel. Bill fer yfir það í þessum þætti hvernig vinur hans færði honum lausnina og hvernig trúin á æðri m...
•
Season 1
•
Episode 18
•
39:25

Saga Bills
Í dag vendum við kvæði okkar í kross og breytum aðeins út af vananum. Í stað þess að fá gest inn þessa vikuna ætlum við að prufa upplestur. Einn af oss les helming af fyrsta kafla AA bókarinnar sem heitir Saga Bills. ...
•
Season 1
•
Episode 17
•
34:31

Andlegt mein - Ari Auðunn
Í dag fæ ég til mín magnaðan ungan dreng. Sjómaðurinn Ari Auðunn Jónsson fer með mér yfir sína sögu og fer það vel í gegnum hana með mér að á tímabili var ég kominn með honum inn í söguna. Ari er góður sögumaður ...
•
Season 1
•
1:16:55
