Pyngjan

Föstudagskaffið: Skattamál flokkanna með Gunnari Úlfarssyni

Pyngjan

Sendu okkur skilaboð!

Þegar kemur að efnahagsstefnum stjórnmálaflokkanna eru fáir fróðari en Gunnar Úlfarsson hagfræðingur Viðskiptaráðs sem kom og kjaftaði við okkur í heilar 100 mínútur - minna mátti það ekki vera. Gunnar og kollegar hans hjá Viðskiptaráði héldu nýverið kosningafund með fulltrúum frá flestum flokkum þar sem kynntur var til leiks nýr kosningaáttaviti sem mælir annars vegar afstöðu til efnahagslegs frelsis og hins vegar skýrleika stefnu framboðanna í þessum efnum. Niðurstöður fundarins eru hér reifaðar á mannamáli og þú ættir alls ekki að láta það fram hjá þér fara, kæri hlustandi! Góða helgi og ekki kjósa til vinstri🫡