
Góðan daginn Grindvíkingur
Hlaðvarpið Góðan daginn Grindvíkingur er hlaðvarp Grindvíkinga á vegum Grindavíkurbæjar. Ætlunin er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa frá áhugaverðum og fróðlegum hlutum að segja – hvort sem um ræðir sögur frá liðnum áratugum, verkefni dagsins í dag eða hugmyndir um framtíð Grindavíkur. Markmiðið er að hlaðvarpið verði vettvangur þar sem Grindvíkingar, hvar sem við erum, getum haldið tengslum og deilt reynslu okkar.
Góðan daginn Grindvíkingur
#1 Góðan daginn Grindvíkingur - fyrsti þáttur
Í þessum þætti verður fjallað um okkar nýjustu tækni, hlaðvarp Grindavíkurbæjar, Góðan daginn Grindvíkingur! Þær Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumaður Þrumunnar, og Sunna Jónína Sigurðardóttir, verkefnastjóri Kvikunnar, fara yfir það sem er framundan og greina frá því hvernig aðrar stofnanir Grindavíkurbæjar getur nýtt sér þessa tækni til þess að koma sér á framfæri og vonandi myndað samstarf í gegnum þessa spennandi tækni.
Góður gestur kemur í þáttinn hann Aðalgeir Jóhannson eða Alli á Eyri eins og hann er jafnan kallaður. Alli segir okkur frá því hvað hann hefur verið að brasa og fer stuttlega yfir sögu ljóðsins Góðan daginn Grindvíkingur.
Það verður spennandi að sjá stofnanir Grindavíkurbæjar sameinast sem eitt undir sömu hlaðvarpsveitunni. Takk fyrir að hlusta og endilega deilið þessu áfram.
Áfram Grindavík!