
Góðan daginn Grindvíkingur
Hlaðvarpið Góðan daginn Grindvíkingur er hlaðvarp Grindvíkinga á vegum Grindavíkurbæjar. Ætlunin er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa frá áhugaverðum og fróðlegum hlutum að segja – hvort sem um ræðir sögur frá liðnum áratugum, verkefni dagsins í dag eða hugmyndir um framtíð Grindavíkur. Markmiðið er að hlaðvarpið verði vettvangur þar sem Grindvíkingar, hvar sem við erum, getum haldið tengslum og deilt reynslu okkar.
Góðan daginn Grindvíkingur
XD - Kosningavarp ungmennaráðs
Fulltrúar ungmennaráðs Grindavíkurbæjar tóku sig saman og undirbjuggu Kosningavarp fyrir bæjarbúa. Þau fengu oddvita allra flokka í Grindavík til sín í Stúdíó240.
Hjálmar Hallgrímsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Grindavíkur. Þau Friðrik Sigurðsson og Ólafur Reynir Ómarsson, fulltrúar ungmennaráðs, og Melkorka Ýr Magnúsdóttir, umsjónamaður ungmennaráðs, spyrja Hjálmar nokkurra spurninga um flokkinn, fyrir hvað þau standa, af hverju við ættum að setja x við D og fleira í þeim dúr. Þar að auki fengum við að kynnast Hjálmari aðeins betur og heyra hver hann er.
Takk fyrir að hlusta og endilega deilið áfram.
Intro lag: Metro - Lil Stony (Þorsteinn Michael Guðbjargarson)