
Góðan daginn Grindvíkingur
Hlaðvarpið Góðan daginn Grindvíkingur er hlaðvarp Grindvíkinga á vegum Grindavíkurbæjar. Ætlunin er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa frá áhugaverðum og fróðlegum hlutum að segja – hvort sem um ræðir sögur frá liðnum áratugum, verkefni dagsins í dag eða hugmyndir um framtíð Grindavíkur. Markmiðið er að hlaðvarpið verði vettvangur þar sem Grindvíkingar, hvar sem við erum, getum haldið tengslum og deilt reynslu okkar.
Góðan daginn Grindvíkingur
#9 Líð ég burt frá landi
Tónleikarnir Líð ég burt frá landi voru í Grindavíkurkirkju, sunnudaginn 12. mars, 2023. Kvennakórinn Grindavíkurdætur frumflutti lög og texta eftir Kristínu Margréti Matthíasdóttur. Berta Dröfn Ómarsdóttir stjórnaði kórnum og Ingunn Hildur Hauksdóttir sá um meðleikinn. Tónleikarnir voru partur af skipulagðri Menningarviku Grindavíkurbæjar.
Margrét Rut Reynisdóttir sagði frá vinnunni á bak við tónleikana, um undirbúninginn og hvernig þetta allt varð til.