
Góðan daginn Grindvíkingur
Hlaðvarpið Góðan daginn Grindvíkingur er hlaðvarp Grindvíkinga á vegum Grindavíkurbæjar. Ætlunin er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa frá áhugaverðum og fróðlegum hlutum að segja – hvort sem um ræðir sögur frá liðnum áratugum, verkefni dagsins í dag eða hugmyndir um framtíð Grindavíkur. Markmiðið er að hlaðvarpið verði vettvangur þar sem Grindvíkingar, hvar sem við erum, getum haldið tengslum og deilt reynslu okkar.
Góðan daginn Grindvíkingur
#11 Fasteignafélagið Þórkatla
Í þættinum ræða Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Þórkötlu og Dagný Lísa Davíðsdóttir fjármálastjóri félagsins um starfsemi félagsins.
Fasteignafélagið Þórkatla hefur leikið lykilhlutverk í að skapa Grindvíkingum fjárhagslegt svigrúm í kjölfar hamfara en um leið hvílir mikil ábyrgð á félaginu að tryggja búsetur í Grindavík til frambúðar.
(lag: Vilhjálmur Vilhjálmsson - Heimkoma).