
Góðan daginn Grindvíkingur
Hlaðvarpið Góðan daginn Grindvíkingur er hlaðvarp Grindvíkinga á vegum Grindavíkurbæjar. Ætlunin er að taka viðtöl við einstaklinga sem hafa frá áhugaverðum og fróðlegum hlutum að segja – hvort sem um ræðir sögur frá liðnum áratugum, verkefni dagsins í dag eða hugmyndir um framtíð Grindavíkur. Markmiðið er að hlaðvarpið verði vettvangur þar sem Grindvíkingar, hvar sem við erum, getum haldið tengslum og deilt reynslu okkar.
Góðan daginn Grindvíkingur
#14 Sigurður Rúnar Karlsson
„Ég held að framtíð Grindavíkur sé björt – jafnvel bjartari en áður.“
Í þessum þætti af Góðan daginn, Grindvíkingar ræðum við við Sigurð Rúnar Karlsson, forstöðumann þjónustumiðstöðvar Grindavíkurbæjar – oft kallaðan Sigga Garðhúsum. Sigurður var fyrsti maðurinn sem snéri aftur í bæinn eftir rýmingu þann 11. nóvember 2023. Þar tók hann fyrstu skrefin í viðgerðum og uppbyggingu sem hann hefur stýrt af festu og jákvæðni síðan.
Hann segir frá æskuárunum í Garðhúsum, áhrifum hamfaranna á sitt eigið heimili og þeirri von sem hann ber í brjósti fyrir framtíð bæjarins. Þátturinn fjallar um bjartsýni, þrautsegju og trú á samfélagið – og sýnir okkur hvernig verkvit og vilji geta orðið burðarás í endurreisn.