Góðan daginn Grindvíkingur

#15 Otti Rafn Sigmarsson

Hlaðvarp Grindavíkurbæjar

Í þessum þætti af Góðan daginn Grindvíkingar ræðum við við Otta Rafn Sigmarsson, framkvæmdastjóra HP flutninga og einn af burðarásunum í starfi Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Otti hefur verið í framlínu björgunarstarfa í Grindavík í áratugi og stóð vaktina þegar allt breyttist þann 10. nóvember 2023.

Í viðtalinu rifjar hann upp æskuárin í Grindavík, fyrsta útkallið, áskoranirnar sem fylgdu rýmingunni og hvernig hann leiddi skipulagningu aðgerðanna með reynslu og yfirvegun að vopni. Hann talar einnig um vináttuna, félagsskapinn og trúna á að Grindavík rísi aftur.