Góðan daginn Grindvíkingur

#16 Guðfinna Magnúsdóttir

Hlaðvarp Grindavíkurbæjar

Í þessum þætti af Góðan daginn Grindvíkingur ræðum við við Guðfinnu Magnúsdóttur, ljósmyndara og einn af stofnandum hönnunarhússins VIGT. Þá á Guðfinna sæti í stjórn Járngerðar.

Í viðtalinu ræðir hún m.a. um æskuárin í Grindavík, áhrif samfélagsins á sköpunargleðina og það hvernig fjölskyldurekstur hefur orðið að lifandi hluta af bæjarmenningunni.