
Ólafssynir í Undralandi
Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!
Ólafssynir í Undralandi
Saga Garðars í Undralandi
•
Útvarp 101
Gleðilega hátíð kæru hlustendur! Saga Garðars kíkti við í Undralandinu til að taka upp síðasta þátt ársins með okkur. Í þættinum förum við um víðan völl en þó er þema dagsins að sjálfsögðu áramót en Saga hefur sjálf komið að nokkrum áramótaskaupum sem hafa ekki klikkað. Sannkölluð áramótaveisla í Undralandinu. Verið góð við hvort áfram á nýju ári.