
Ólafssynir í Undralandi
Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!
Episodes
161 episodes
Krýsuvík vaknar (Fall íslenskrar siðmenningar)
Hélduði að við værum hættir með dómsdagsspár? Aldeilis ekki. Það vill svo til að Krýsuvíkureldstöðin hefur legið í dvala í um 900 ár og gárungar tala nú um að hún sé komin á tíma. Hvað það mun þýða fyrir borgarbúa er erfitt að segja en í þættin...
•
1:02:11

Dirty gervigreind
Kæru vinir nær og fjær! Við óskum ykkur gleðilegs sunnudags og færum ykkur þennan þátt úr smiðju Undralandsins á silfurfati. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins.
•
56:20

Aron svarar spurningum úr Ungfrú Ísland
Það var góð orka í Undralandinu í dag þar sem ýmsar umræður áttu sér stað. Aron spreytir sig m.a. á spurningum úr Ungfrú Ísland, en það er vægast sagt ólíklegt að hann muni stíga á svið í síðkjól í bráð. Eigiði dásamlegan sunnudag elsku vinir o...
•
59:44

Eftirsjár & mýtur
Gleðilegan sunnudag gott fólk. Ekki láta eftirsjá vera hluti af þínu lífi. Ekki heldur trúa öllu sem þú heyrir. Fleira var það ekki frá Ólafssonum, nema það sem kemur fram í þættinum.
•
55:54

Velmegun okkar byggir á þrælum fortíðar
Já kæru hlustendur, í dag bjóðum við upp á 52 mínútur af heilaleysi, en aftur á móti áhugaverðum umræðum um byggingar, þrælahald og margt fleira. Hafið það náðugt þennan sunnudaginn.
•
51:48

Einræðisherrar: Napóleon (Ásamt Nilla og Gunnari Smára)
Þeir mættu til okkar tveir helstu sérfræðingar landsins í Napóleon fræðunum, þeir Níels Thibaud og Gunnar Smári. Þeir hafa unnið hörðum höndum að uppsetningu á Níels er Napóleon undanfarið og koma því glóðvolgir í Undralandið. Þessi þáttur er s...
•
1:34:08

Frægðin verður mörgum að falli
Gleðilegan sunnudag kæru Undralendingar. Við Ólafssynir færum ykkur 155.þátt Undralandsins. Í þættinum ræðum við stórleikara, óskarinn, minnisglöp og fleira skemmtilegt. Verið góð hvort við annað.
•
58:34

Draugar, álfar og óendanleiki
Það var ýmislegt sem kom til umræðu í þætti dagsins eins og titill þáttarins segir til um, en líklega var óvæntasta uppákoma þáttarins sú að það færðist til hljóðnemi í stúdíóinu þegar að talið barst að draugum. Ekki missa af þessum, kæru Undra...
•
1:02:26

AK special X Egill Ploder
Þeir Ólafssynir voru á ferð og flugi um helgina ásamt Agli Ploder, góðvini þáttarins.
•
1:11:00

Við lifum í hermi
Já kæru hlustendur! Það getur eiginlega ekki annað verið en að við séum bara dýr á tilraunastofu einhversstaðar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það eru allar líkur á því að við munum komast að því í náinni framtíð og þá verður það væntan...
•
1:01:40

Vertu hvatvís!
Kæru Undralendingar! Í þætti dagsins mæta Ólafssynir með skottið á milli lappanna og útskýra Live-show havaríið. Hvatvísi gæti spilað þar hlutverk en svo fer umræðan á einhvern furðulegan hátt út í völd. Góðar stundir.
•
1:13:30

Persónulegar nótur
Já þeir eru mættir aftur í stúdíóið, ferskari en aldrei fyrr. Þeir fara á persónulegu nóturnar í dag og ræða fæðingarsögu Arnarssonar og ræða svo Donald Trump. Eigið góða viku kæru Undralendingar
•
57:36

Sveppi í Undralandi: Njáluslóðir - Seinni hluti
Í þessum seinni hluta færist fjör í leikinn.
•
1:02:10

Sveppi í Undralandi: Njáluslóðir - Fyrri hluti
Í þessum fyrri hluta Njáluslóða förum við aftur í tímann með Sveppa.
•
1:03:55

Áramótaheit & Manifestation
Fyrsti þáttur ársins er ekki af verri endanum. Það er það eina sem þið þurfið að vita. Það er okkar einlæga ósk að þú náir að manifesta velgengni á árinu. Gleðilegt nýtt ár elskurnar!
•
1:00:46

Saga Garðars í Undralandi
Gleðilega hátíð kæru hlustendur! Saga Garðars kíkti við í Undralandinu til að taka upp síðasta þátt ársins með okkur. Í þættinum förum við um víðan völl en þó er þema dagsins að sjálfsögðu áramót en Saga hefur sjálf komið að nokkrum áramótaskau...
•
1:25:25

Hálfgerð Jóla-nostalgía (ft. Jóhannes Haukur)
Já þið lásuð rétt kæru hlustendur. Nú fara jólin að nálgast og að sjálfösgðu hentum við í jóla-nostalgíu eins og fyrri ár. Eins og oft vill þó gerast þá fór umræðan um víðan völl og meðal annars poppaði Jóhannes Haukur upp hjá okkur. Gleðilega ...
•
58:49

Shrinkflation jól
Shrinkflation er eitt af verkfærum djöfulsins og Ólafssynir segjum henni stríð á hendur. Annars viljum við óska ykkur kósý jóla og munið að vera góð við hvort annað, alltaf.
•
1:07:34

Egill Ploder í Undralandi: Kviss skandallinn (The men tell all)
ATH að þessi þáttur inniheldur upplýsingar um nýjasta Kviss þáttinn á Stöð 2. Egill mætti í Undralandið í sérstakan "The men tell all" þátt þar sem Kviss skandallinn var krufinn til mergjar.
•
1:04:14

Stjórnmál á mannamáli með óháðum Snorra Mássyni
Snorri Másson er góðvinur Undralandsins og því fengum við hann til að fara yfir stefnur og strauma í stjórnmálum á mannamáli. Því verður þó ekki leynt að drengurinn er sjálfur í framboði og til að gæta hlutleysis var inngripum beitt ef umræðan ...
•
1:31:59

Steindi Jr. í Undralandi: Stjörnuvættir - 3.hluti: Frelsislogi
Hér fáiði 3.hluta af þriggja hluta seríu þar sem við tökumst á við geimveruinnrás á jörðina ásamt Steinda.
•
1:05:09

Steindi Jr. í Undralandi: Stjörnuvættir - 2.hluti: Frá glötun til vonar
Hér fáiði 2.hluta af þriggja hluta seríu þar sem við tökumst á við geimveruinnrás á jörðina ásamt Steinda.
•
1:05:02
