
Ólafssynir í Undralandi
Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!
Ólafssynir í Undralandi
Við lifum í hermi
•
Útvarp 101
Já kæru hlustendur! Það getur eiginlega ekki annað verið en að við séum bara dýr á tilraunastofu einhversstaðar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það eru allar líkur á því að við munum komast að því í náinni framtíð og þá verður það væntanlega skammtatölvan sem mun leysa það vandamál. Spurningin er hins vegar sú hvað í fjandanum við gerum þegar við áttum okkur á því að við lifum í hermi?