
Ólafssynir í Undralandi
Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!
Ólafssynir í Undralandi
Einræðisherrar: Napóleon (Ásamt Nilla og Gunnari Smára)
•
Útvarp 101
Þeir mættu til okkar tveir helstu sérfræðingar landsins í Napóleon fræðunum, þeir Níels Thibaud og Gunnar Smári. Þeir hafa unnið hörðum höndum að uppsetningu á Níels er Napóleon undanfarið og koma því glóðvolgir í Undralandið. Þessi þáttur er sá fyrsti í röðinni "Einræðisherrar" en við munum koma til með að fá fleira skemmtilegt fólk til að ræða við okkur um helstu einræðisherra mannkynssögunnar.