
Ólafssynir í Undralandi
Í Undralandi Ólafssona er allt morandi í kanínuholum. Aron og Arnar reyna að tipla á tánum í kringum þær en eiga það til annað slagið að falla ofan í þær með tilheyrandi pælingum og vitleysu. Í Undralandi eru þó ekki einungis kanínuholur heldur líka fullt af glensi og meðþví!
Ólafssynir í Undralandi
Er þriðja heimsstyrjöld handan við hornið?
•
Útvarp 101
Án þess að hljóma eitthvað sérstaklega svartsýnir þá er óneitanlega uppi sú staða að heimurinn er að sturlast. Ólafssynir velta vöngum yfir þessu og stöðu Íslands í allri þessari ringulreið eins og þeim einum er lagið. Athugið að þátturinn er tekinn upp fyrir viku síðan svo margt gæti hafa breyst. Elskum ykkur öll.