
HR Hlaðvarpið
HR-hlaðvarpið er mikilvægur hluti af vísindamiðlun Háskólans í Reykjavík til samfélagsins; allt frá nemendum og starfsfólki til kollega og almennings. Í hlaðvarpinu fjalla vísindafólk, kennarar og aðrir sérfræðingar háskólans um metnaðarfullar rannsóknir sínar og verkefni. HR-hlaðvarpinu er ætlað að næra starfsemi háskólans og miðla í leiðinni fjölbreyttri þekkingu út fyrir veggi hans. Samhliða er skyggnst inn í veröld nemenda og fróðleik miðlað um margvíslega starfsemi í skólanum. HR-hlaðvarpið er í umsjón samskiptasviðs HR (samskipti@hr.is).
HR Hlaðvarpið
HR hlaðvarpið// Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild
Í tilefni af geðheilbrigðisviku HR, sem fór fram í áttunda sinn nú í byrjun október, fengum við Dr. Þórhildi Halldórsdóttur, dósent við sálfræðideild, í hlaðvarp HR. Þórhildur er klínískur barnasálfræðingur og hefur í rannsóknum sínum einblínt á geðheilbrigði ungs fólks. Hún hefur m.a. rannsakað afleiðingar samkomutakmarkana á tímum Covid-19 heimsfaraldursins á líðan ungmenna og rannsakar nú áhrif samfélagsmiðla á líðan.
Sálfræði er umfangsmikið svið enda er þar fengist við mannlega hegðun og hugsun. Nemendur við deildina hafa umtalsverða möguleika á að velja þau viðfangsefni sálfræðinnar sem vekja mestan áhuga þeirra. Fjölbreytt störf bíða að lokinni útskrift enda er sálfræðiþekking sífellt meira nýtt í atvinnugreinum eins og í hugbúnaðargerð og hönnun, svo dæmi séu nefnd. Í kennslu við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á vísindaleg vinnubrögð, alþjóðlegar rannsóknir, öflugt vettvangsnám og tengsl við atvinnulífið.
Það er María Ólafsdóttir hjá samskiptateymi HR sem ræðir við Þórhildi. Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.