HR Hlaðvarpið

Íþróttarabb HR // 20. þáttur: Rob Duffield

Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University

Professor Rob Duffield works in the School of Sport, Exercise & Rehabilitation at the University of Technology Sydney. He is also the Head of Research & Development at Football Australia. Today he discusses his research with Professor Hugh Fullagar of Reykjavik University. Rob talks about his main research interests, including fatigue and recovery in sports science, specifically short and long-haul travel and their influence on preparation and performance. He also focuses on the interaction of sleep and athletic performance, and how suggestions for improving behavior change within these contexts. 

Í þessum þætti ræðir Dr. Hugh Head Kelsham Fullagar, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, við prófessor Rob Duffield er starfar við  University of Technology í Sydney. Þeir ræða um rannsóknir Duffield sem snúa m.a. að endurheimt og því hvernig þreyta sem skapast á ferðalögum getur haft áhrif á undirbúning og frammistöðu íþróttafólks.

UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.

UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.

UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu (samskipti@ru.is)